Innlent

Enn engin niðurstaða í sjónmáli

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Formenn samninganefnda BSRB og sveitarfélaganna funduðu þrjá daga í röð í síðustu viku, án árangurs.
Formenn samninganefnda BSRB og sveitarfélaganna funduðu þrjá daga í röð í síðustu viku, án árangurs. vísir

Enn er engin niðurstaða komin í karphúsinu í viðræðum stéttarfélagsins BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundur hefur staðið yfir í ellefu klukkustundir.

Fundur hefur staðið yfir í allt kvöld og mun halda áfram inn í nóttina. Að óbreyttu hefst verkfall hjá félagsmönnum á morgun, mánudaginn 5. júní.

Um er að ræða verkfall sem nær yfir 2500 manns í 29 sveitafélögum. Starfsmenn 150 starfstaða, þar af sjötíu leikskóla auk sundlauga, bæjarskrifstofa, áhaldaverksmiðja og almenningssamgangna að munu þá leggja niður störf. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu BSRB.

Rætt var við samningsaðila í kvöldfréttum Stöðvar 2, áður en þær gengu til fundar í dag:

Sveitarfélögin sem verkföllin beinast að eru eftirfarandi:

  • Kópavogsbær
  • Hafnarfjarðarbær
  • Mosfellsbær
  • Seltjarnarnesbær
  • Garðabær
  • Akureyrarbær
  • Reykjanesbær
  • Suðurnesjabær
  • Grindavíkurbær
  • Borgarbyggð
  • Sveitarfélagið Árborg
  • Sveitarfélagið Ölfus
  • Hveragerðisbær
  • Vestmannaeyjabær
  • Norðurþing
  • Ísafjarðarbær
  • Akraneskaupstaður
  • Dalvíkurbyggð
  • Sveitarfélagið Hornafjörður
  • Rangárþing eystra
  • Rangárþing ytra
  • Bláskógabyggð
  • Flóahreppur
  • Hrunamannahreppur
  • Grímsnes- og Grafningshreppur
  • Skaftárhreppur
  • Ásahreppur
  • Mýrdalshreppur
  • Skeiða- og Gnúpverjahreppur
  • Þingeyjarsveit
  • Sveitarfélagið Vogar
  • Eyja- og Miklaholtshreppur
  • Snæfellsbær
  • Grundarfjarðarbær
  • Stykkishólmsbær (Sveitarfélagið Stykkishólmur)
  • Dalabyggð
  • Vesturbyggð
  • Reykhólahreppur
  • Ísafjarðarbær
  • Bolungarvíkurkaupstaður
  • Tálknafjarðarhreppur
  • Súðavíkurhreppur
  • Kaldrananeshreppur
  • Strandabyggð
  • Húnaþing vestra
  • Sameinað sveitarfélag Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps (Húnabyggð)
  • Sveitarfélagið Skagaströnd
  • Skagabyggð
  • Sveitarfélagið Skagafjörður
  • Eyjafjarðarsveit
  • Hörgársveit
  • Fjallabyggð
  • Svalbarðsstrandarhreppur
  • Grýtubakkahreppur
  • Fjarðabyggð
  • Múlaþing

Tengdar fréttir

Foreldrar skulu gera ráðstafanir

Freyja Steingrímsdóttir samskiptastjóri BSRB segir lítið hafi breyst í kjaraviðræðum Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB. Enn er fundað í karphúsinu en allsherjarverkfall hefst að óbreyttu á morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×