Fótbolti

Rúnar Alex ekki í hóp í dag: Snýr nú aftur til Arsenal

Aron Guðmundsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson, leikmaður Arsenal, hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins í undanförnum landsliðsverkefnum.
Rúnar Alex Rúnarsson, leikmaður Arsenal, hefur verið aðalmarkvörður íslenska landsliðsins í undanförnum landsliðsverkefnum. Vísir/Getty

Ís­lenski lands­liðs­mark­vörðurinn í knatt­spyrnu, Rúnar Alex Rúnars­son var ekki í leik­manna­hóp Alanya­spor í loka­leik liðsins í tyrk­nesku úr­vals­deildinni í dag.

Alanya­spor mátti þola 5-1 skell gegn Trab­son­s­por á úti­velli í loka­um­ferð deildarinnar en það féll í skaut Yusuf Kara­göz að standa vaktina í marki Alanya­spor, eitt­hvað sem Rúnar Alex hefur séð um að gera á tíma­bilinu.

Rúnar hefur verið á láni hjá Alanya­spor frá enska úr­vals­deildar­fé­laginu Arsenal á yfir­standandi tíma­bili. Í Tyrk­landi hefur hann spilað 34 leiki í öllum keppnum á tíma­bilinu og sex sinnum haldið hreinu.

Alanya­spor endar tíma­bilið í 12. sæti tyrk­nesku úr­vals­deildarinnar en ní­tján lið taka þátt í deildinni hverju sinni.

Ó­víst er hvað tekur við hjá Rúnari Alex en samningur hans við Arsenal rennur út eftir rúmt eitt ár. Hann á að baki sex leiki fyrir fé­lagið og hefur verið sendur á láni frá því í tví­gang undan­farin ár.

Hann hefur staðið vaktina í marki ís­lenska lands­liðsins í fyrstu tveimur leikjum liðsins í undan­keppni EM 2024 til þessa og gera má fast­lega ráð fyrir því að hann verði í fyrsta lands­liðs­hópi Ís­lands undir stjórn Norð­mannsins Åge Hareide sem verður opin­beraður í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×