Í hádegisfréttum förum við einnig yfir stöðuna í Úkraínu en forseti landsins segir hersveitir sínar tilbúnar til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir sóknina verða erfiða og kostnaðarsama en hann hafi trú á að hún muni heppnast.
Og Björk Guðmundsdóttir er meðal þeirra sem standa að viðburði í dag til að mótmæla og vekja athygli á hvalveiðum. Lögfræðingur segir hvalveiðar og vinnslu í algjörri andstöðu við lög og að almenningur verði að sýna yfirvöldum að slíkt verði ekki látið yfir sig ganga.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12.