Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Samningafundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk í Karphúsinu um klukkan sex í gærkvöldi án árangurs, þrátt fyrir sleitulausan fund í allan gærdag. Varaformaður BSRB segir að samfélagið muni fara á hvolf komi til allsherjarverkfalls sem hefur verið boðað eftir helgi.

Í hádegisfréttum förum við einnig yfir stöðuna í Úkraínu en forseti landsins segir hersveitir sínar tilbúnar til gagnsóknar gegn Rússum. Hann segir sóknina verða erfiða og kostnaðarsama en hann hafi trú á að hún muni heppnast.

Og Björk Guðmundsdóttir er meðal þeirra sem standa að viðburði í dag til að mótmæla og vekja athygli á hvalveiðum. Lögfræðingur segir hvalveiðar og vinnslu í algjörri andstöðu við lög og að almenningur verði að sýna yfirvöldum að slíkt verði ekki látið yfir sig ganga.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.