Verkferlar í Reykjadal hafi verið bættir strax í haust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2023 19:44 Andrea Rói Sigurbjörns er forstöðumaður Reykjadals. Aðsend Verfkerlar í Reykjadal, sumarbúðum fyrir fötluð börn, hafa verið uppfærðir og þeir lagfærðir, eftir að stúlka sem dvaldi þar síðasta sumar sagði þroskaskertan starfsmann hafa beitt hana kynferðisofbeldi. Forstöðumaður segir athugasemdir við viðbrögðum teknar alvarlega. Málið kom upp síðasta sumar, þegar fötluð stúlka, sem var gestur í Reykjadal, greindi frá því á heimferðardegi að þroskaskertur starfsmaður sumarbúðanna hefði brotið á henni með því að snerta einkastaði hennar. Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir að viðbrögð starfsmanna hafi verið ómarkviss, ámælisverð og alvarleg. Foreldrar stúlkunnar hafa fagnað skýrslunni og segja hana staðfesta það sem þeir hafi sagt um málið frá upphafi. Forstöðumaður Reykjadals segir að búið sé að uppfæra verkferla til að koma í veg fyrir slík mál í framtíðinni. „Við erum bara ótrúlega þakklát að Gæða- og eftirlitsstofnun hafi tekið þessi svona alvarlega, eins og við gerum líka. Við höfum fundað með stofnuninni og tökum öllum ábendingum þeirra mjög alvarlega,“ segir Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður Reykjadals. Litið hafi verið til athugasemda vegna mönnunar og teknir upp strax í haust. Þá hafi starfsfólk fengið víðtæka fræðslu um hvernig fyrirbyggja eigi mál sem þetta og hvernig bregðast beri við ef þau koma upp. Fyrsta skrefið þegar upp komi grunur um kynferðisofbeldi sé að hringja í strax lögregluna, sem var ekki gert samkvæmt skýrslu gæða- og eftirlitsstofnunar. Boðar bætt vinnubrögð Andrea segir viðbrögð starfsmanna hafa verið í samræmi við þá verkferla sem voru í gildi, sem þó hafi ekki verið nógu góðir. „Því miður var þetta það eina sem við vissum og þær upplýsingar sem við höfðum á þessum tíma. Núna vitum við betur og ætlum að gera betur í framtíðinni með því að styðjast við nýju verkferlana okkar.“ Stjórnendur ætli sér ekki að véfengja það sem foreldrar hafi sagt um málið. „Við erum sumarbúðir og okkur langar bara ótrúlega að vera til staðar fyrir gestina okkar og fjölskyldur þeirra og komum bara vel undirbúin í sumarið.“ Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. 1. júní 2023 19:01 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Málið kom upp síðasta sumar, þegar fötluð stúlka, sem var gestur í Reykjadal, greindi frá því á heimferðardegi að þroskaskertur starfsmaður sumarbúðanna hefði brotið á henni með því að snerta einkastaði hennar. Í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála segir að viðbrögð starfsmanna hafi verið ómarkviss, ámælisverð og alvarleg. Foreldrar stúlkunnar hafa fagnað skýrslunni og segja hana staðfesta það sem þeir hafi sagt um málið frá upphafi. Forstöðumaður Reykjadals segir að búið sé að uppfæra verkferla til að koma í veg fyrir slík mál í framtíðinni. „Við erum bara ótrúlega þakklát að Gæða- og eftirlitsstofnun hafi tekið þessi svona alvarlega, eins og við gerum líka. Við höfum fundað með stofnuninni og tökum öllum ábendingum þeirra mjög alvarlega,“ segir Andrea Rói Sigurbjörns, forstöðumaður Reykjadals. Litið hafi verið til athugasemda vegna mönnunar og teknir upp strax í haust. Þá hafi starfsfólk fengið víðtæka fræðslu um hvernig fyrirbyggja eigi mál sem þetta og hvernig bregðast beri við ef þau koma upp. Fyrsta skrefið þegar upp komi grunur um kynferðisofbeldi sé að hringja í strax lögregluna, sem var ekki gert samkvæmt skýrslu gæða- og eftirlitsstofnunar. Boðar bætt vinnubrögð Andrea segir viðbrögð starfsmanna hafa verið í samræmi við þá verkferla sem voru í gildi, sem þó hafi ekki verið nógu góðir. „Því miður var þetta það eina sem við vissum og þær upplýsingar sem við höfðum á þessum tíma. Núna vitum við betur og ætlum að gera betur í framtíðinni með því að styðjast við nýju verkferlana okkar.“ Stjórnendur ætli sér ekki að véfengja það sem foreldrar hafi sagt um málið. „Við erum sumarbúðir og okkur langar bara ótrúlega að vera til staðar fyrir gestina okkar og fjölskyldur þeirra og komum bara vel undirbúin í sumarið.“
Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Tengdar fréttir Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. 1. júní 2023 19:01 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Viðbrögð starfsmanna hafi verið alvarleg, ómarkviss og ámælisverð Viðbrögð starfsmanna sumarbúðanna í Reykjadal voru ómarkviss, ámælisverð og alvarleg þegar níu ára stúka með fötlun sagði þroskaskertan starfsmann hafa brotið á sér kynferðislega. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála þar sem úrbætur eru boðaðar. 1. júní 2023 19:01