Neytendur ekki blekktir þó fernur hafi verið brenndar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. júní 2023 22:23 Aðspurður hvort hann skilji að neytendum sé brugðið vegna frétta dagsins segir Gunnar Dofri endurvinnslu og úrgangsmeðhöndlun alls ekki einfalda. Þetta sé flókinn veruleiki. Vísir/Einar Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur kallað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóð á fund til að skýra þær fréttir sem bárust í dag um að fernur sem neytendum hafi verið talin trú um að yrðu endurnýttar væru í raun brenndar. Hann lítur málið alvarlegum augum. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pizzakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur fram að úrvinnsla á fernum hafi í meira en þrjá áratugi verið skipulögð og framkvæmd eingöngu með sparnað í huga fyrir innlenda framleiðendur og innflutningsfyrirtæki sem flytja inn vörur í fernum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. „Þetta varpar ljósi á hversu erfitt það er að endurvinna samsettar umbúðir. Það er auðvitað leiðinleg staðreynd að samsettar umbúðir séu eins fyrirferðarmiklar og þær eru og við hjá Sorpu þurfum í raun að takast á við hverjar þær umbuðir og allan þann úrgang sem okkur berst. En við myndum alltaf ráðleggja framleiðendum helst að hafa umbúðir í eins einsleitum straumi og hægt er.” Fernurnar eru flokkaðar með öðrum pappír en endurvinnast mun síður vegna þess að þær eru ekki úr hreinum pappa. „Þegar það er blandað saman pappír, vaxi og stundum áli þá liggur í hlutarins eðli að pappírsendurvinnsla ræður ekki við þetta. Þannig það er í raun sá hluti umbúðanna sem endurvinnst ekki. Svo þetta endurvinnst að hluta en ekki nema að litlu leiti.” Gunnar segist spenntur fyrir möguleikanum á framleiða mjólk í plastflöskum. „Það er gert í Bretlandi, Bandaríkjunum og í Frakklandi. Við sjáum bara möguleikann hér á þessari endurvinnslustöð er mjög gott mótttökukerfi fyrir aðrar drykkjarumbúðir þá sérstaklega fyrir gosdrykki og aðra slíka drykki. Skilagjaldskyldar umbúðir væri mjög áhugaverður farvegur að skoða." Aðspurður hvort hann skilji að neytendum sé brugðið vegna þessara frétta segir Gunnar Dofri endurvinnslu og úrgangsmeðhöndlun alls ekki einfalda. Þetta sé flókinn veruleiki. Þannig það kemur ekkert á óvart þegar er talað um endurvinnslu eða endurnýtingu að það verði þar einhver svona misskilningur. „Það er gríðarlega mikilvægt að flokka en það er líka mikilvægt að horfa ekki bara á neðstu þrepin. Það að flokka og endurvinna eru neðstu skrefin. Það er mjög mikilvægt að við horfum líka ofar og að framleiðendur og innflytjendur sem setja vöru á markað, að þeir fókusi á vörur sem er hægt að endurvinna og er auðvelt að endurvinna,“ segir Gunnar Dofri. Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lítur málið alvarlegum augum og segist muni fylgja því eftir.Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sendi síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem hann sagðist líta alvarlegu augum. Hann hefur boðað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóðar á fund eftir helgi. „Umfjöllunin Heimildarinnar er þess eðlis að við verðum að fá skýringar og við munum fylgja þessu máli eftir,“ segir í tilkynningunni. Umhverfismál Sorphirða Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Neytendur hafa árum saman verið hvattir til að skola, brjóta saman og flokka fernur, eins og mjólkurfernur og fernur undan ávaxtasafa. Þetta hefur fólk gert í góðri trú um að fernurnar yrði endurunnar og nýttar í eitthvað eins og til dæmis pizzakassa. Svo er aldeilis ekki, því umfangsmikil rannsókn Heimildarinnar leiðir í ljós að fernurnar eru í raun brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Í umfjöllun Heimildarinnar kemur fram að úrvinnsla á fernum hafi í meira en þrjá áratugi verið skipulögð og framkvæmd eingöngu með sparnað í huga fyrir innlenda framleiðendur og innflutningsfyrirtæki sem flytja inn vörur í fernum. Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir of langt gengið að tala um blekkingar í þessu samhengi. „Þetta varpar ljósi á hversu erfitt það er að endurvinna samsettar umbúðir. Það er auðvitað leiðinleg staðreynd að samsettar umbúðir séu eins fyrirferðarmiklar og þær eru og við hjá Sorpu þurfum í raun að takast á við hverjar þær umbuðir og allan þann úrgang sem okkur berst. En við myndum alltaf ráðleggja framleiðendum helst að hafa umbúðir í eins einsleitum straumi og hægt er.” Fernurnar eru flokkaðar með öðrum pappír en endurvinnast mun síður vegna þess að þær eru ekki úr hreinum pappa. „Þegar það er blandað saman pappír, vaxi og stundum áli þá liggur í hlutarins eðli að pappírsendurvinnsla ræður ekki við þetta. Þannig það er í raun sá hluti umbúðanna sem endurvinnst ekki. Svo þetta endurvinnst að hluta en ekki nema að litlu leiti.” Gunnar segist spenntur fyrir möguleikanum á framleiða mjólk í plastflöskum. „Það er gert í Bretlandi, Bandaríkjunum og í Frakklandi. Við sjáum bara möguleikann hér á þessari endurvinnslustöð er mjög gott mótttökukerfi fyrir aðrar drykkjarumbúðir þá sérstaklega fyrir gosdrykki og aðra slíka drykki. Skilagjaldskyldar umbúðir væri mjög áhugaverður farvegur að skoða." Aðspurður hvort hann skilji að neytendum sé brugðið vegna þessara frétta segir Gunnar Dofri endurvinnslu og úrgangsmeðhöndlun alls ekki einfalda. Þetta sé flókinn veruleiki. Þannig það kemur ekkert á óvart þegar er talað um endurvinnslu eða endurnýtingu að það verði þar einhver svona misskilningur. „Það er gríðarlega mikilvægt að flokka en það er líka mikilvægt að horfa ekki bara á neðstu þrepin. Það að flokka og endurvinna eru neðstu skrefin. Það er mjög mikilvægt að við horfum líka ofar og að framleiðendur og innflytjendur sem setja vöru á markað, að þeir fókusi á vörur sem er hægt að endurvinna og er auðvelt að endurvinna,“ segir Gunnar Dofri. Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra lítur málið alvarlegum augum og segist muni fylgja því eftir.Vísir/Arnar Guðlaugur Þór Þórðarsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sendi síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem hann sagðist líta alvarlegu augum. Hann hefur boðað forsvarsmenn Sorpu og Úrvinnslusjóðar á fund eftir helgi. „Umfjöllunin Heimildarinnar er þess eðlis að við verðum að fá skýringar og við munum fylgja þessu máli eftir,“ segir í tilkynningunni.
Umhverfismál Sorphirða Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent