Fótbolti

Gæti verið tekinn af úr­slita­leiknum vegna tenginga við öfga­mann

Smári Jökull Jónsson skrifar
Szymon Marciniak er í vandræðum.
Szymon Marciniak er í vandræðum. Vísir/Getty

Pólski dómarinn Szymon Marciniak er í vandræðum eftir að hafa haldið ræðu á viðburði á vegum hægri öfgamanns. UEFA skoðar hvort finna þurfi annan dómara á úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Szymon Marciniak er einn af virtustu dómurunum í knattspyrnuheiminum um þessar mundir en hann dæmdi meðal annars úrslitaleik Frakklands og Argentínu á heimsmeistaramótinu í Katar í desember.

Búið var að gefa út að Marciniak yrði við stjórnvölinn í leik Manchester City og Inter í úrslitum Meistaradeildarinnar þann 10. júní en nú gæti UEFA þurft að finna nýjan dómara.

Fregnir hafa nefnilega borist af því að Marciniak hafi verið einn af ræðumönnum á viðburði sem skipulagður var af hægri öfgamanninum Slawomir Mentzen. Mentzen þessi er meðal annars þekktur fyrir að hafa komið af stað pólítíska slagorðinu „Við erum á móti gyðingum, samkynhneigðum, fóstureyðingu, sköttum og Evrópusambandinu.“

Samkvæmt ítalska blaðinu La Repubblica er Uefa að skoða málið og tekur það mjög alvarlega. Svo gæti farið að Marciniak yrði einfaldlega tekinn af úrslitaleiknum og annar dómari fundinn í hans stað.

„UEFA og allt knattspyrnusamfélagið fordæmir þau „gildi“ sem eru í hávegum höfð hjá umræddum hópi og tekur þessar ásakanir mjög alvarlega,“ er haft eftir forsvarsmanni UEFA í The Guardian.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.