Þjarma að heilbrigðisráðherra um skaðaminnkun Árni Sæberg skrifar 1. júní 2023 13:30 Arndís Anna ætlar að þjarma að heilbrigðisráðherra ásamt flokksfélögum sínum í dag. Vísir/Vilhelm Píratar munu krefja heilbrigðisráðherra svara við spurningum um skaðaminnkun, sem snýr að því að mæta vímuefnaneytendum á þeirra forsendum, í sérstakri umræðu um málefnið á þingfundi í dag. Sérstök umræða um skaðaminnkun hefst klukkan 14 á Alþingi í dag. Málshefjandi er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. Hægt er að fylgjast með umræðunni hér að neðan: Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, flokkssystir Halldóru, segir að Píratar vonist til þess að koma umræðunni um skaðaminnkun aftur af stað, en ákveðin ládeyða hafi verið í henni undanfarið. „Við vonumst til þess að fá svör við ákveðnum spurningum, og auðvitað koma umræðunni aftur af stað. Hún var komin mjög langt fyrir ekki löngu síðan en það virðist hafa komið einhvers konar bakslag eða stöðnun í þessa umræðu, sem við teljum mjög brýna. Þær spurningar sem við munum beina til ráðherra eru til að mynda hvernig ráðherra skilgreinir skaðaminnkun,“ segir hún. Vilja vita við hvað starfshópur starfar Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp um skaðaminnkun og Píratar vilja svör við því hvert hlutverk starfshópsins er nákvæmlega. „Og svo er það mikilvægustu spurningar, hvort ráðherra telji skaðaminnkun geta skilað árangri án afglæpavæðingu neysluskammta,“ segir hún. Willum Þór tók boðað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta af dagskrá þingsins fyrir skömmu. Arndís Anna segir það bagalegt í ljósi þess hversu margir hafa látist vegna ofneyslu fíkniefna síðustu misseri. „Svo væri áhugavert að fá svör við því hvaða árangri þessi bannstefna hefur skilað í þágu einstaklinga sem eiga við fíknivanda að stríða,“ segir Arndís Anna og bætir við að Píratar telji afglæpavæðingu, sem gangi meðal annars út á það að fólk geti leitað sér hjálpar vegna ofskömmtunar án þess að óttast viðurlög, gríðarlega mikilvæga. „Það er þannig að þegar þú ert með neysluskammt á þér þá ertu brotlegur við lög og það er svolítið erfitt að sjá fyrir sér hvernig heilbrigðisráðherra ætlar að tryggja það að fólk fái aðstoð og koma í veg fyrir dauðsföll, sem eru orðin skelfilega algeng,“ segir Arndís Anna. Alþingi Píratar Fíkn Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Hittir æskuvinina bara í svörtum fötum: „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir“ Skaðaminnkunarsinni segir þungan anda yfir vímuefnaneytendum og aðstandendum vegna frétta af ofskömmtunum. Sjálfur segist hann aðallega hitta æskuvini sína í jarðarförum þessa dagana. Hann telur aðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti nýverið sem viðbragð við ópíóðafaraldrinum ekki ganga nógu langt. 12. maí 2023 06:01 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Sérstök umræða um skaðaminnkun hefst klukkan 14 á Alþingi í dag. Málshefjandi er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. Hægt er að fylgjast með umræðunni hér að neðan: Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, flokkssystir Halldóru, segir að Píratar vonist til þess að koma umræðunni um skaðaminnkun aftur af stað, en ákveðin ládeyða hafi verið í henni undanfarið. „Við vonumst til þess að fá svör við ákveðnum spurningum, og auðvitað koma umræðunni aftur af stað. Hún var komin mjög langt fyrir ekki löngu síðan en það virðist hafa komið einhvers konar bakslag eða stöðnun í þessa umræðu, sem við teljum mjög brýna. Þær spurningar sem við munum beina til ráðherra eru til að mynda hvernig ráðherra skilgreinir skaðaminnkun,“ segir hún. Vilja vita við hvað starfshópur starfar Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp um skaðaminnkun og Píratar vilja svör við því hvert hlutverk starfshópsins er nákvæmlega. „Og svo er það mikilvægustu spurningar, hvort ráðherra telji skaðaminnkun geta skilað árangri án afglæpavæðingu neysluskammta,“ segir hún. Willum Þór tók boðað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta af dagskrá þingsins fyrir skömmu. Arndís Anna segir það bagalegt í ljósi þess hversu margir hafa látist vegna ofneyslu fíkniefna síðustu misseri. „Svo væri áhugavert að fá svör við því hvaða árangri þessi bannstefna hefur skilað í þágu einstaklinga sem eiga við fíknivanda að stríða,“ segir Arndís Anna og bætir við að Píratar telji afglæpavæðingu, sem gangi meðal annars út á það að fólk geti leitað sér hjálpar vegna ofskömmtunar án þess að óttast viðurlög, gríðarlega mikilvæga. „Það er þannig að þegar þú ert með neysluskammt á þér þá ertu brotlegur við lög og það er svolítið erfitt að sjá fyrir sér hvernig heilbrigðisráðherra ætlar að tryggja það að fólk fái aðstoð og koma í veg fyrir dauðsföll, sem eru orðin skelfilega algeng,“ segir Arndís Anna.
Alþingi Píratar Fíkn Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Hittir æskuvinina bara í svörtum fötum: „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir“ Skaðaminnkunarsinni segir þungan anda yfir vímuefnaneytendum og aðstandendum vegna frétta af ofskömmtunum. Sjálfur segist hann aðallega hitta æskuvini sína í jarðarförum þessa dagana. Hann telur aðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti nýverið sem viðbragð við ópíóðafaraldrinum ekki ganga nógu langt. 12. maí 2023 06:01 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Hittir æskuvinina bara í svörtum fötum: „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir“ Skaðaminnkunarsinni segir þungan anda yfir vímuefnaneytendum og aðstandendum vegna frétta af ofskömmtunum. Sjálfur segist hann aðallega hitta æskuvini sína í jarðarförum þessa dagana. Hann telur aðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti nýverið sem viðbragð við ópíóðafaraldrinum ekki ganga nógu langt. 12. maí 2023 06:01
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels