Erlent

Sex­tíu korna­börn látist við hræði­legar að­stæður

Atli Ísleifsson skrifar
Læknar og starfsfólk munaðarleysingjahælisins hafa komið símaupptökum á framfæri og hvatt til vopnahlés.
Læknar og starfsfólk munaðarleysingjahælisins hafa komið símaupptökum á framfæri og hvatt til vopnahlés. AP

Að minnsta kosti sextíu nýburar, kornabörn og ung börn hafa látist við hræðilegar aðstæður á munaðarleysingjahæli í súdönsku höfuðborginni Kartúm á undanförnum sex vikum.

Börnin eru fórnarlömb átaka á milli stríðandi fylkinga innan hersins sem hafa barist um völdin í landinu síðustu vikur. Mikill skortir er á lyfjum og fæðu í landinu.

AP segir frá því að 26 hafi látist um síðustu helgi, aðallega vegna vannæringar og sjúkdóma.

Fram kemur að helmingur hælisins hafi verið sprengdur í loft upp og hafist börnin við í stóru herbergi.

Læknar og starfsfólk hafa komið símaupptökum á framfæri og hvatt til vopnahlés svo hægt sé að koma börnunum í öruggt skjól.


Tengdar fréttir

Hart barist um flugvöllinn í Kartúm

Harðir bardagar geisa í Kartúm, höfuðborg Súdans, þar sem sveitir valdamikils vopnahóps sem kallast RSF reyna að sækja að helsta flugvelli hersins í borginni. Flugvöllurinn hefur verið notaður til loftárása á sveitir RSF, sem hafa engan flugher.

Samið um vopna­hlé sem er þó frekar í orði en á borði

Alþjóðadeild Rauða krossins tókst að senda hjálpargögn til Súdan í dag en áframhaldandi átök gera mannúðarstarfi erfitt fyrir. Samið hefur verið um vopnahlé en loftárásir á Kartúm, höfuðborg landsins, hafa samt sem áður haldið áfram linnulaust. Þörf sé á tafarlausu vopnahléi sem báðar fylkingar þurfi að virða



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×