Mourinho úthúðaði dómaranum Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júní 2023 06:31 Jose Mourinho var ekki lengi að taka af sér silfurpeninginn eftir leik. Vísir/Getty Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni í gær þegar Roma beið lægri hlut í úrslitum Evrópudeildarinnar. Ungur drengur fékk verðlaunapening Portúgalans eftir leik. Sevilla vann í gærkvöldi sinn sjöunda Evrópudeildartitil þegar liðið lagði Roma í úrslitaleik eftir vítaspyrnukeppni. Jose Mourinho tapaði þar sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni en hann hefur unnið Meistaradeildina með Porto og Inter, Evrópudeildina með Manchester United og Sambandsdeildina með Roma auk þess að vinna Uefa-bikarinn, forvera Evrópudeildarinnar, með Porto árið 2003. Mourinho var ósáttur með dómara leiksins í gær og lét skoðun sína í ljós eftir leik. Anthony Taylor sýnir Mourinho gula spjaldið í leiknum í gær.Vísir/Getty „Ég sagði að annað hvort stæðum við uppi sem sigurvegarar eða myndum vera dauðir eftir leik. Við erum dauðir líkamlega, dauðir andlega og dauðir því okkur finnst úrslitin ósanngjörn og mörg umdeild atvik. Mér fannst dómarinn vera spænskur og hann var alltaf að gefa gul spjöld. Erik Lamela hefði átt að vera rekinn af velli,“ sagði Mourinho eftir leik en dómarinn sem honum fannst vera spænskur er hinn enski Anthony Taylor. Taylor lyfti gula spjaldinu þrettán sinnum í leiknum, leikmenn Sevilla fengu sex spjöld og Roma sjö en aldrei hafa jafn mörg gul spjöld verið gefin í leik í Evrópudeildinni. „Ég vona að Taylor dæmi bara í Meistaradeildinni á næsta tímabili og haldi áfram að taka sínar skítaákvarðanir þar.“ Kastaði silfrinu upp í stúku Mourinho var ekki lengi að losa sig við silfurverðlaunapeninginn sem hann fékk eftir leik. Hann tók hann af sér um leið og hann labbaði af verðlaunapallinum, gekk að stúkunni og kastaði peningnum til stuðningsmanna Roma. „Ég á bara gullpeninga. Ég vil ekki fá neina silfurpeninga og þess vegna gaf ég hann. Ég held gullpeningum en gef silfrið.“ Hann var sáttur stuðningsmaður Roma sem fékk silfurpening Mourinho þegar sá portúgalski kastaði peningnum upp í stúku.Vísir/Getty Mourinho hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá franska stórliðinu PSG en hann vildi lítið tjá sig um framhaldið. „Ég fer í frí á mánudag. Ef við náum að tala saman fyrir þann tíma þá munum við taka ákvörðun, annars gerum við það eftir það,“ sagði Mourinho sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Roma. Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Fleiri fréttir Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira
Sevilla vann í gærkvöldi sinn sjöunda Evrópudeildartitil þegar liðið lagði Roma í úrslitaleik eftir vítaspyrnukeppni. Jose Mourinho tapaði þar sínum fyrsta úrslitaleik í Evrópukeppni en hann hefur unnið Meistaradeildina með Porto og Inter, Evrópudeildina með Manchester United og Sambandsdeildina með Roma auk þess að vinna Uefa-bikarinn, forvera Evrópudeildarinnar, með Porto árið 2003. Mourinho var ósáttur með dómara leiksins í gær og lét skoðun sína í ljós eftir leik. Anthony Taylor sýnir Mourinho gula spjaldið í leiknum í gær.Vísir/Getty „Ég sagði að annað hvort stæðum við uppi sem sigurvegarar eða myndum vera dauðir eftir leik. Við erum dauðir líkamlega, dauðir andlega og dauðir því okkur finnst úrslitin ósanngjörn og mörg umdeild atvik. Mér fannst dómarinn vera spænskur og hann var alltaf að gefa gul spjöld. Erik Lamela hefði átt að vera rekinn af velli,“ sagði Mourinho eftir leik en dómarinn sem honum fannst vera spænskur er hinn enski Anthony Taylor. Taylor lyfti gula spjaldinu þrettán sinnum í leiknum, leikmenn Sevilla fengu sex spjöld og Roma sjö en aldrei hafa jafn mörg gul spjöld verið gefin í leik í Evrópudeildinni. „Ég vona að Taylor dæmi bara í Meistaradeildinni á næsta tímabili og haldi áfram að taka sínar skítaákvarðanir þar.“ Kastaði silfrinu upp í stúku Mourinho var ekki lengi að losa sig við silfurverðlaunapeninginn sem hann fékk eftir leik. Hann tók hann af sér um leið og hann labbaði af verðlaunapallinum, gekk að stúkunni og kastaði peningnum til stuðningsmanna Roma. „Ég á bara gullpeninga. Ég vil ekki fá neina silfurpeninga og þess vegna gaf ég hann. Ég held gullpeningum en gef silfrið.“ Hann var sáttur stuðningsmaður Roma sem fékk silfurpening Mourinho þegar sá portúgalski kastaði peningnum upp í stúku.Vísir/Getty Mourinho hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá franska stórliðinu PSG en hann vildi lítið tjá sig um framhaldið. „Ég fer í frí á mánudag. Ef við náum að tala saman fyrir þann tíma þá munum við taka ákvörðun, annars gerum við það eftir það,“ sagði Mourinho sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Roma.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Fleiri fréttir Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Sjá meira