Armie Hammer ekki ákærður fyrir nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2023 21:32 Armie Hammer hefur verið sakaður um kynferðisbrot og ofbeldi af mörgum konum. Getty/Matt McClain Leikarinn Armie Hammer verður ekki ákærður fyrir nauðgun. Hann var sakaður um nauðgun árið 2021 en saksóknarar í Los Angeles hafa ákveðið að ákæra ekki vegna skorts á sönnunargögnum. Hammer hefur verið sakaður um ofbeldi, líkamlegt og kynferðislegt, af mörgum einstaklingum. Ásakanirnar sem hafa verið til rannsóknar snúa að því að kona sem heitir Effie Angelova sakaði hann um nauðgun um árið en þau áttu í sambandi yfir nokkur ár. Angelova hélt blaðamannafund þar sem hún greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Hammer frá 2017. Þá sakaði hún hann um að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. Sjá einnig: Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun Birt var heimildarmynd um Hammer í fyrra þar sem meðal annars var fjallað um skilaboð hans til kvenna sem hann átti í sambandi við. Í einum slíkum skilaboðum sagðist hann vera mannæta. Sjá einnig: „Ég er hundrað prósent mannæta“ Hollywood Reporter hefur eftir saksóknurum í Los Angeles að oft sé erfitt að finna sannanir í nauðgunarmálum og því séu reynslumestu saksóknararnir settir í þau mál. Eftir ítarlega tveggja ára rannsókn sé niðurstaðan sú að ekki hafi fundist tilefni til ákæru. Það sé að miklu leyti vegna flókins sambands Angelova og Hammer og það geri erfitt að sanna að hann hafi þvingað hana til samræðis. Hammer hefur neitað ásökunum sem á hann hafa verið bornar en í kjölfarið missti hann fjölmörg verkefni og umboðsmenn hans slitu samstarfinu við hann. Hann birti færslu á Instagram í kvöld þar sem hann sagðist þakklátur saksóknurum í Los Angeles fyrir ítarlega rannsókn þeirra og þá niðurstöðu að hann verði ekki ákærður. Hammer heldur því fram í færslunni að hann hafi engan glæp framið og segist hlakka til þess að byggja líf sitt upp á nýjan leik. View this post on Instagram A post shared by @armiehammer Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Ásakanirnar sem hafa verið til rannsóknar snúa að því að kona sem heitir Effie Angelova sakaði hann um nauðgun um árið en þau áttu í sambandi yfir nokkur ár. Angelova hélt blaðamannafund þar sem hún greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Hammer frá 2017. Þá sakaði hún hann um að hafa beitt hana andlegu ofbeldi og margoft farið yfir mörk hennar í samskiptum, þá sérstaklega í kynlífi. Árið 2017 hafi hann nauðgað á ofbeldisfullan hátt í fjóra tíma. Sjá einnig: Stígur fram og sakar Armie Hammer um nauðgun Birt var heimildarmynd um Hammer í fyrra þar sem meðal annars var fjallað um skilaboð hans til kvenna sem hann átti í sambandi við. Í einum slíkum skilaboðum sagðist hann vera mannæta. Sjá einnig: „Ég er hundrað prósent mannæta“ Hollywood Reporter hefur eftir saksóknurum í Los Angeles að oft sé erfitt að finna sannanir í nauðgunarmálum og því séu reynslumestu saksóknararnir settir í þau mál. Eftir ítarlega tveggja ára rannsókn sé niðurstaðan sú að ekki hafi fundist tilefni til ákæru. Það sé að miklu leyti vegna flókins sambands Angelova og Hammer og það geri erfitt að sanna að hann hafi þvingað hana til samræðis. Hammer hefur neitað ásökunum sem á hann hafa verið bornar en í kjölfarið missti hann fjölmörg verkefni og umboðsmenn hans slitu samstarfinu við hann. Hann birti færslu á Instagram í kvöld þar sem hann sagðist þakklátur saksóknurum í Los Angeles fyrir ítarlega rannsókn þeirra og þá niðurstöðu að hann verði ekki ákærður. Hammer heldur því fram í færslunni að hann hafi engan glæp framið og segist hlakka til þess að byggja líf sitt upp á nýjan leik. View this post on Instagram A post shared by @armiehammer
Hollywood MeToo Kynferðisofbeldi Bandaríkin Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira