Sjö prósenta hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. maí 2023 09:33 Ekkert lát er á einkaneyslu og ferðaþjónustan drífur hana áfram. Vísir/Vilhelm Landsframleiðsla jókst um sjö prósent að raungildi á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma bili í fyrra. Útflutningur jókst um nærri ellefu prósent. Þetta kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Segir þar að einkaneysla hafi aukist um 4,9 prósent og samneyslan um 1,7 prósent. Fjármunamyndun dróst hins vegar lítillega saman, eða um 0,1 prósent. „Utanríkisviðskipti skiluðu jákvæðu framlagi til hagvaxtar en útflutningur jókst um 10,8 % að raungildi, að mestu leyti vegna vaxandi tekna af útfluttri þjónustu,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. „Á innflutningshlið mælist hóflegur vöxtur en jöfnuður vöru- og þjónustuviðskipta mælist -2,5% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins.“ Ekkert lát á einkaneyslu Ekkert lát er á einkaneyslunni. Eru það einkum ferðatengdir liðir sem standa að baki aukningunni. Þessi kröftuga neysla og umtalsverðar verðhækkanir eru að mati Hagstofunnar vísbending um að heimilin séu að ganga á sparnað til að láta enda ná saman. Tölur um ráðstöfunartekjur heimilanna verða birtar um miðjan júní og viku fyrr niðurstöður um fjármál hins opinbera. 24 milljarða halli Útflutningstekjur hafa vaxið hratt, bæði á undanförnum misserum og síðasta ársfjórðungi. Eru það einkum auknar útflutningstekjur í tengslum við ferðaþjónustu sem standa að baki þróuninni. Jókst þjónustuútflutningur um 24,7 prósent en vöruútflutningur aðeins um 1,1 prósent miðað við fast verðlag. Vöruinnflutningur dróst saman um 0,2 prósent en þjónustu innflutningur um 12,4 prósent. Samanlagður halli af vöru og þjónustuviðskiptum er 24,2 milljarðar á þessu þriggja mánaða tímabili. Halli á vöruviðskiptum nam 45,7 milljörðum en þjónustujöfnuður var jákvæður upp á 21,4 milljarða. Fleiri vinna Birgðir jukust um 38,5 milljarða, aðallega vegna sjávarafurða. Olíubirgðir minnkuðu um nærri 800 milljón króna. Vinnustundum fjölgaði um 5,6 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og starfandi einstaklingum um 5,5 prósent. „Sé litið til einstakra atvinnugreina kemur í ljós að áberandi mest fjölgun vinnustunda var í byggingarstarfsemi og verslunar-, samgöngum og veitingargreinum á meðan minnst fjölgun vinnustunda var hjá hinu opinbera,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
Þetta kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Segir þar að einkaneysla hafi aukist um 4,9 prósent og samneyslan um 1,7 prósent. Fjármunamyndun dróst hins vegar lítillega saman, eða um 0,1 prósent. „Utanríkisviðskipti skiluðu jákvæðu framlagi til hagvaxtar en útflutningur jókst um 10,8 % að raungildi, að mestu leyti vegna vaxandi tekna af útfluttri þjónustu,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. „Á innflutningshlið mælist hóflegur vöxtur en jöfnuður vöru- og þjónustuviðskipta mælist -2,5% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins.“ Ekkert lát á einkaneyslu Ekkert lát er á einkaneyslunni. Eru það einkum ferðatengdir liðir sem standa að baki aukningunni. Þessi kröftuga neysla og umtalsverðar verðhækkanir eru að mati Hagstofunnar vísbending um að heimilin séu að ganga á sparnað til að láta enda ná saman. Tölur um ráðstöfunartekjur heimilanna verða birtar um miðjan júní og viku fyrr niðurstöður um fjármál hins opinbera. 24 milljarða halli Útflutningstekjur hafa vaxið hratt, bæði á undanförnum misserum og síðasta ársfjórðungi. Eru það einkum auknar útflutningstekjur í tengslum við ferðaþjónustu sem standa að baki þróuninni. Jókst þjónustuútflutningur um 24,7 prósent en vöruútflutningur aðeins um 1,1 prósent miðað við fast verðlag. Vöruinnflutningur dróst saman um 0,2 prósent en þjónustu innflutningur um 12,4 prósent. Samanlagður halli af vöru og þjónustuviðskiptum er 24,2 milljarðar á þessu þriggja mánaða tímabili. Halli á vöruviðskiptum nam 45,7 milljörðum en þjónustujöfnuður var jákvæður upp á 21,4 milljarða. Fleiri vinna Birgðir jukust um 38,5 milljarða, aðallega vegna sjávarafurða. Olíubirgðir minnkuðu um nærri 800 milljón króna. Vinnustundum fjölgaði um 5,6 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og starfandi einstaklingum um 5,5 prósent. „Sé litið til einstakra atvinnugreina kemur í ljós að áberandi mest fjölgun vinnustunda var í byggingarstarfsemi og verslunar-, samgöngum og veitingargreinum á meðan minnst fjölgun vinnustunda var hjá hinu opinbera,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira