Fótbolti

Liverpool ræður nýjan íþróttastjóra

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jörg Schmadtke hefur verið ráðinn nýr íþróttastjóri Liverpool.
Jörg Schmadtke hefur verið ráðinn nýr íþróttastjóri Liverpool. Stuart Franklin/Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur ráðið Jörg Schmadtke sem nýjan íþróttastjóra félagsins.

Greint var frá því hér á Vísi fyrir rúmri viku að Schmadtke væri líklega á leiðinni til félagsins, en nú hefur það verið staðfest að hann muni taka við stöðunni. Schmadtke tekur við starfinu af Julian Ward sem hefur sinnt starfinu undanfarin ellefu ár.

Schmadtke fékk góð meðmæli frá landa sínum og þjálfara Liverpool, Jürgen Klopp, og búist er við því að hann muni sjá um að endurnýja leikmannahóp félagsins. Hann var áður íþróttastjóri hjá Alamania Aachen, Hannover 96, Köln og Wolfsburg, en ætlaði að hætta störfum eftir að hann yfirgaf síðastnefnda félagið í byrjun árs.

Hann stóðst hins vegar ekki freistinguna að starfa hjá jafn stóru félagi og Liverpool.

Búist er við talsverðum breytingum á leikmannahópi Liverpool í sumar svo Schmadtke mun væntanlega hafa nóg að gera fyrstu mánuðina í nýja starfinu, en samkvæmt The Athletic er þó aðeins um skammtímaráðningu að ræða til að byrja með.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.