„Ógeðslega óþægilegt“ ástand eftir piparúða á LÚX Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. maí 2023 09:59 Lögregla mætti á staðinn en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Vísir/Vilhelm Uppi varð fótur og fit á öðrum tímanum aðfaranótt sunnudags þegar piparúða var spreyjað yfir hóp af fólki á skemmtistaðnum LÚX Nightclub í Austurstræti. Vitni lýsir ástandinu sem myndaðist sem ógeðslega óþægilegu. Þórey Kjartansdóttir var að skemmta sér á LÚX Nightclub um hálftvöleytið fyrrnefnda nótt þegar piparúða var spreyjað inni á staðnum. Hún segir sig og vinkonurnar allt í einu hafa fengið hóstakast og því ákveðið að fara á salernið. Á leiðinni þangað hafi þær litið yfir þvöguna og brugðið í brún. „Maður leit þarna yfir og það voru allir í hóstakasti,“ segir hún í samtali við Vísi. Í stiganum á leið upp segir Þórey þær hafa mætt starfsmanni sem greindi frá því að piparúða hafi verið beitt. Hún lýsir ástandinu sem „ógeðslega óþægilegu“. Hún segir mikinn rugling hafa ríkt meðal fólks yfir stanslausum hóstaköstum viðstaddra. Þórey segir flesta hafa rýmt staðinn en honum ekki verið lokað. Þá hafi dyraverðir haldið áfram að hleypa fólki inn. Í 30. grein vopnalaga nr. 16/1998 segir að öðrum en lögreglu sé óheimilt að framleiða, flytja til landsins eða eignast úðavopn. Þar heyri piparúði undir. Lögreglan í Reykjavík staðfestir við Vísi að hafa sent menn á vettvang vegna málsins en enginn hafi verið handtekinn. Málið sé í rannsókn. Ekki hefur náðst í Víking Heiðar Arnórsson, eiganda staðarins, vegna málsins Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 16. ágúst 2022 13:51 Börn á skemmtistað með of fáa dyraverði Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt kom í ljós að skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur var með of fáa dyraverði við vinnu. Þá voru börn undir aldri inni á staðnum. Forráðamenn staðarins eiga von á kæru vegna málsins og var tilkynning send á barnavernd vegna barnanna á staðnum. 10. desember 2022 07:25 Fara með krafti inn í skemmtanalífið eftir andlitslyftingu Skemmtistaðurinn Exit var opnaður við Austurstræti þann 11. nóvember þar sem annar skemmtistaður 203 Club var áður til húsa. Eigandi staðarins segir að staðurinn sé allt annar þrátt fyrir smávægilegar breytingar. 30. nóvember 2022 17:06 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Þórey Kjartansdóttir var að skemmta sér á LÚX Nightclub um hálftvöleytið fyrrnefnda nótt þegar piparúða var spreyjað inni á staðnum. Hún segir sig og vinkonurnar allt í einu hafa fengið hóstakast og því ákveðið að fara á salernið. Á leiðinni þangað hafi þær litið yfir þvöguna og brugðið í brún. „Maður leit þarna yfir og það voru allir í hóstakasti,“ segir hún í samtali við Vísi. Í stiganum á leið upp segir Þórey þær hafa mætt starfsmanni sem greindi frá því að piparúða hafi verið beitt. Hún lýsir ástandinu sem „ógeðslega óþægilegu“. Hún segir mikinn rugling hafa ríkt meðal fólks yfir stanslausum hóstaköstum viðstaddra. Þórey segir flesta hafa rýmt staðinn en honum ekki verið lokað. Þá hafi dyraverðir haldið áfram að hleypa fólki inn. Í 30. grein vopnalaga nr. 16/1998 segir að öðrum en lögreglu sé óheimilt að framleiða, flytja til landsins eða eignast úðavopn. Þar heyri piparúði undir. Lögreglan í Reykjavík staðfestir við Vísi að hafa sent menn á vettvang vegna málsins en enginn hafi verið handtekinn. Málið sé í rannsókn. Ekki hefur náðst í Víking Heiðar Arnórsson, eiganda staðarins, vegna málsins
Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 16. ágúst 2022 13:51 Börn á skemmtistað með of fáa dyraverði Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt kom í ljós að skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur var með of fáa dyraverði við vinnu. Þá voru börn undir aldri inni á staðnum. Forráðamenn staðarins eiga von á kæru vegna málsins og var tilkynning send á barnavernd vegna barnanna á staðnum. 10. desember 2022 07:25 Fara með krafti inn í skemmtanalífið eftir andlitslyftingu Skemmtistaðurinn Exit var opnaður við Austurstræti þann 11. nóvember þar sem annar skemmtistaður 203 Club var áður til húsa. Eigandi staðarins segir að staðurinn sé allt annar þrátt fyrir smávægilegar breytingar. 30. nóvember 2022 17:06 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Tæmdi Lebowski með prumpusprengju Óprúttinn aðili notaðist við einhverskonar prumpusprengju á Lebowski bar á laugardaginn og tæmdi staðinn á svipstundu. Eigandi barsins hvetur aðilann til að stunda iðjuna heima hjá sér frekar en á skemmtistöðum og börum. 16. ágúst 2022 13:51
Börn á skemmtistað með of fáa dyraverði Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt kom í ljós að skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur var með of fáa dyraverði við vinnu. Þá voru börn undir aldri inni á staðnum. Forráðamenn staðarins eiga von á kæru vegna málsins og var tilkynning send á barnavernd vegna barnanna á staðnum. 10. desember 2022 07:25
Fara með krafti inn í skemmtanalífið eftir andlitslyftingu Skemmtistaðurinn Exit var opnaður við Austurstræti þann 11. nóvember þar sem annar skemmtistaður 203 Club var áður til húsa. Eigandi staðarins segir að staðurinn sé allt annar þrátt fyrir smávægilegar breytingar. 30. nóvember 2022 17:06