Innlent

Börn á skemmti­stað með of fáa dyra­verði

Bjarki Sigurðsson skrifar
Skemmtistaðurinn á von á kæru vegna málsins.
Skemmtistaðurinn á von á kæru vegna málsins. Vísir/Vilhelm

Við eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt kom í ljós að skemmtistaður í miðbæ Reykjavíkur var með of fáa dyraverði við vinnu. Þá voru börn undir aldri inni á staðnum. Forráðamenn staðarins eiga von á kæru vegna málsins og var tilkynning send á barnavernd vegna barnanna á staðnum. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Nokkrir ökumenn voru handteknir í nótt vegna aksturs undir áhrifa áfengis og fíkniefna. Þá voru einhverjir þeirra ekki með ökuréttindi. 

Einn var handtekinn eftir að hafa framvísað vegabréfi sem var ekki í hans eigu. Hann vildi ekki segja hver hann væri eða hversu lengi hann hafði verið hér á landi og var því vistaður í fangaklefa. 

Nokkrir voru handteknir fyrir eignaspjöll á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Einn var handtekinn eftir að hafa brotist inn í íþróttahús Hauka á Ásvöllum og annar inn í íbúð í Breiðholti. Sá var einnig eftirlýstur þar sem hann átti eftir að sitja af sér dóm. Hann var því fluttur til vistunar á Hólmsheiði. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×