Fara með krafti inn í skemmtanalífið eftir andlitslyftingu Bjarki Sigurðsson skrifar 30. nóvember 2022 17:06 Daníel Örn Einarsson er einn þeirra sem rekur nýjasta skemmtistað miðbæjarins, Exit. Vísir/Vilhelm Skemmtistaðurinn Exit var opnaður við Austurstræti þann 11. nóvember þar sem annar skemmtistaður 203 Club var áður til húsa. Eigandi staðarins segir að staðurinn sé allt annar þrátt fyrir smávægilegar breytingar. Daníel Örn Einarsson er einn þeirra sem rekur Exit en hann kom einnig að rekstri 203 Club. Í samtali við fréttastofu segir hann staðinn hafa fengið ákveðna andlitslyftingu í breytingunum. „Það sem við gerðum er að við settum ný ljós og spegla, máluðum og fleira. Þetta er góð breyting. Staðurinn opnast vel og mikið. Þetta er ekki eins og sami staðurinn þegar þú labbar inn núna. Það má segja að það hafi verið blásið nýju lífi í staðinn. Við settum smá bótox í staðinn,“ segir Daníel kankvíslega. Passar vel inn í flóruna 203 Club var lokað þann 7. október og var Exit opnaður 11. nóvember, rúmum mánuði síðar. Nafnið á staðnum á sér enga sérstaka sögu að sögn Daníels. „Ég eiginlega skaut því út í loftið. Það mallaði í hausnum á okkur í nokkrar vikur og svo var það eiginlega bara ákveðið að negla nafnið. Mér finnst þetta helvíti flott nafn. Passar vel inni í flóruna af nöfnum í miðbænum,“ segir Daníel. Staðurinn verður eins og aðrir hefðbundnir skemmtistaðir, hægt að kaupa drykki, flöskuborð, dansa og hafa gaman. Aldurstakmark á staðinn er 22 ára en eigendurnir fara inn í verkefnið af fullum krafti. Sami hópur rak skemmtistaðinn Spot í Kópavogi sem var lokað fyrr í haust. „Eftir að við lokuðum Spot ákváðum við að fara svolítið í þessa stemningu. Við förum vel af krafti í þennan stað. Svo erum við með efri hæð sem hefur verið í útleigu fyrir einkaviðburði. Til fyrirtækja og fleira. Það eru afmæli, veislur og aðrir viðburðir. Við höfum haldið áttatíu ára afmæli, brúðkaup og allt heila klabbið,“ segir Daníel. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir 203 Club lokað og Exit tekur við Skemmtistaðnum 203 Club sem staðsettur var við Austurstræti 3 hefur verið lokað. Þess í stað hefur annar skemmtistaður, Exit, opnað í húsnæðinu. 30. nóvember 2022 10:42 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Daníel Örn Einarsson er einn þeirra sem rekur Exit en hann kom einnig að rekstri 203 Club. Í samtali við fréttastofu segir hann staðinn hafa fengið ákveðna andlitslyftingu í breytingunum. „Það sem við gerðum er að við settum ný ljós og spegla, máluðum og fleira. Þetta er góð breyting. Staðurinn opnast vel og mikið. Þetta er ekki eins og sami staðurinn þegar þú labbar inn núna. Það má segja að það hafi verið blásið nýju lífi í staðinn. Við settum smá bótox í staðinn,“ segir Daníel kankvíslega. Passar vel inn í flóruna 203 Club var lokað þann 7. október og var Exit opnaður 11. nóvember, rúmum mánuði síðar. Nafnið á staðnum á sér enga sérstaka sögu að sögn Daníels. „Ég eiginlega skaut því út í loftið. Það mallaði í hausnum á okkur í nokkrar vikur og svo var það eiginlega bara ákveðið að negla nafnið. Mér finnst þetta helvíti flott nafn. Passar vel inni í flóruna af nöfnum í miðbænum,“ segir Daníel. Staðurinn verður eins og aðrir hefðbundnir skemmtistaðir, hægt að kaupa drykki, flöskuborð, dansa og hafa gaman. Aldurstakmark á staðinn er 22 ára en eigendurnir fara inn í verkefnið af fullum krafti. Sami hópur rak skemmtistaðinn Spot í Kópavogi sem var lokað fyrr í haust. „Eftir að við lokuðum Spot ákváðum við að fara svolítið í þessa stemningu. Við förum vel af krafti í þennan stað. Svo erum við með efri hæð sem hefur verið í útleigu fyrir einkaviðburði. Til fyrirtækja og fleira. Það eru afmæli, veislur og aðrir viðburðir. Við höfum haldið áttatíu ára afmæli, brúðkaup og allt heila klabbið,“ segir Daníel.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir 203 Club lokað og Exit tekur við Skemmtistaðnum 203 Club sem staðsettur var við Austurstræti 3 hefur verið lokað. Þess í stað hefur annar skemmtistaður, Exit, opnað í húsnæðinu. 30. nóvember 2022 10:42 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
203 Club lokað og Exit tekur við Skemmtistaðnum 203 Club sem staðsettur var við Austurstræti 3 hefur verið lokað. Þess í stað hefur annar skemmtistaður, Exit, opnað í húsnæðinu. 30. nóvember 2022 10:42