Ian Wright: Þetta myndi aldrei gerast í karlaboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2023 09:00 Alex Morgan kyssir HM-bikarinn eftir sigur bandaríska landsliðsins á HM 2019. Getty/Jose Breton Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur hótað því að Evrópubúar fái ekki að sjá heimsmeistaramót kvenna í fótbolta í sjónvarpinu í sumar. Ástæðuna segir hann vera nísku sjónvarpsstöðvanna sem vilja ekki borga alvöru upphæðir fyrir réttinn. Það hefur verið mikil pressa á FIFA að hækka verðlaunafé á HM sem hefur verið smá aurar í samanburði við milljónirnar sem fara til karlanna. Nú vill sambandið setja sömu kröfur á sjónvarpsstöðvarnar sem hafa fengið réttinn á kvennamótunum ódýrt. Infantino er þarna að tala um stóru markaðssvæðin eins og Bretland, Spán, Ítalíu, Þýskaland og Frakkland en eina leiðin til að HM fari í sjónvarpið þar er ef þau koma með mun betra tilboð í sjónvarpsréttinn. Infantino sagði þau tilboð sem komu inn hafi verið sannkallaður kinnhestur fyrir knattspyrnukonur heimsins. Arsenal-goðsögnin Ian Wright er hneykslaður á stöðunni sem er komin upp nú þegar aðeins eru sex vikur í heimsmeistaramót kvenna í fótbolta. Wright ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti sínum Wrighty’s House. Ensku stelpurnar eru ríkjandi Evrópumeistarar frá því í fyrra.Getty/Thor Wegner „Hvað sem er eiginlega í gangi hjá sjónvarpsstöðvunum og FIFA þá þarf fólk að setjast niður, ræða málið og finna lausn,“ sagði Ian Wright. „Hvernig getur HM kvenna í fótbolta ekki verið sýnt í Evrópu? Þetta myndi aldrei gerast hjá karlaboltanum. Nú eru bara sex vikur í þetta og við vitum ekki enn hver sé aðalútsendingaraðilinn,“ sagði Wright. „Við erum að reyna að redda þessu hér í Englandi, en þetta er líka í Þýskalandi, á Spáni og á Ítalíu. Sjáið tækifærin sem þessar stelpur hafa misst af þegar kemur að auglýsingasamningum. Það eru engin auglýsingaskilti sjáanleg og engar auglýsingar um mótið,“ sagði Wright. „Þetta lítur ekki vel út. Sex vikur í að konurnar fá að spila á sínu stærsta sviði. Þú gengur um göturnar og fólk hefur ekki hugmynd um þetta,“ sagði Wright en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Ian Wright (@wrightyofficial) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Það hefur verið mikil pressa á FIFA að hækka verðlaunafé á HM sem hefur verið smá aurar í samanburði við milljónirnar sem fara til karlanna. Nú vill sambandið setja sömu kröfur á sjónvarpsstöðvarnar sem hafa fengið réttinn á kvennamótunum ódýrt. Infantino er þarna að tala um stóru markaðssvæðin eins og Bretland, Spán, Ítalíu, Þýskaland og Frakkland en eina leiðin til að HM fari í sjónvarpið þar er ef þau koma með mun betra tilboð í sjónvarpsréttinn. Infantino sagði þau tilboð sem komu inn hafi verið sannkallaður kinnhestur fyrir knattspyrnukonur heimsins. Arsenal-goðsögnin Ian Wright er hneykslaður á stöðunni sem er komin upp nú þegar aðeins eru sex vikur í heimsmeistaramót kvenna í fótbolta. Wright ræddi þetta mál í hlaðvarpsþætti sínum Wrighty’s House. Ensku stelpurnar eru ríkjandi Evrópumeistarar frá því í fyrra.Getty/Thor Wegner „Hvað sem er eiginlega í gangi hjá sjónvarpsstöðvunum og FIFA þá þarf fólk að setjast niður, ræða málið og finna lausn,“ sagði Ian Wright. „Hvernig getur HM kvenna í fótbolta ekki verið sýnt í Evrópu? Þetta myndi aldrei gerast hjá karlaboltanum. Nú eru bara sex vikur í þetta og við vitum ekki enn hver sé aðalútsendingaraðilinn,“ sagði Wright. „Við erum að reyna að redda þessu hér í Englandi, en þetta er líka í Þýskalandi, á Spáni og á Ítalíu. Sjáið tækifærin sem þessar stelpur hafa misst af þegar kemur að auglýsingasamningum. Það eru engin auglýsingaskilti sjáanleg og engar auglýsingar um mótið,“ sagði Wright. „Þetta lítur ekki vel út. Sex vikur í að konurnar fá að spila á sínu stærsta sviði. Þú gengur um göturnar og fólk hefur ekki hugmynd um þetta,“ sagði Wright en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Ian Wright (@wrightyofficial)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira