Lífið

Idol-stjörnubarnið komið í heiminn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Saga Matt­hildur Árna­dóttir sigur­vegari Idol á Stöð 2.
Saga Matt­hildur Árna­dóttir sigur­vegari Idol á Stöð 2. Vísir/Vilhelm

Tónlistarkonan og Idol-stjarnan Saga Matthildur Árnadóttir og Sigurður Rúnar Reynisson kærasti hennar eignuðust frumburð sinn fyrr í mánuðinum.

Parið deildi gleðitíðindunum á Instagram og birtu mynd af hendi barnsins og dagsetningunni 19.05.23 ásamt bláu hjarta-tjákni. Miðað við hamingjuóskirnar sem rigna yfir nýbökuðu foreldrunum er ljóst að um lítinn dreng sé að ræða. 

„Innilega til hamingju með prinsinn,“ skrifar ein. „Innilega til hamingju með hann,“ skrifar önnur.

Saga komst að því að hún væri barnshafandi þegar millistig keppninnar fór fram í Salnum í Kópavogi í fyrra og þurfti að læra að beita annarri tækni þegar lengra leið á meðgönguna.

Saga hefur sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar og bar sigur úr býtum í Idol í febrúar síðastliðnum. 

Brot úr flutningi Sögu Matthildar á laginu A Change is Gonna Come með Sam Cooke, á úrslitakvöldi Idol.


Tengdar fréttir

Idol keppandi á von á barni

Idol keppandinn Saga Matthildur Árnadóttir á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Sigurði Reyni Rúnarssyni. Þessu greindi Saga frá á Instagram á nýársdag.

Saga Matt­hildur vann Idolið

Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum.

Prufur í Idol eru hafnar

Prufur vegna Idol eru hafnar og fara þær næstu fram í Reykjavík um helgina, sunnudaginn 7. maí. Enn er tími til að skrá sig og verða prufur haldnar um land allt í maí.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.