Hræðileg afturför fyrir réttindi hinsegin fólks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2023 23:33 Daníel E. Arnarsson er framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir/Bjarni Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir nýsamþykkt lög um samkynhneigða í Úganda þau hættulegustu í heimi í dag fyrir hinsegin fólk og geri það nánast réttdræpt. Ísland á í þróunarsamstarfi við Úganda, en utanríkisráðherra segir samskipti við ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru ekki virt, alltaf vera flókin. Forseti Úganda hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Samkynja sambönd voru ólögleg áður en þessi nýju lög voru samþykkt en þau skerða enn frekar réttindi hinsegin fólks. Tuga ára fangelsi og jafnvel dauðarefsins getur legið við samkynhneigð og mikill fjöldi hinsegin fólks hefur flúið Úganda vegna nýju laganna. Formaður Samtakanna '78 segir um skelfilegar fréttir að ræða. „Þetta er gríðarleg afturför, en í raun er þetta afturför sem hefur átt sér stað síðasta áratuginn í Úganda,“ segir Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri. Hvergi í heiminum sé að finna lög sem séu jafn fjandsamleg hinsegin fólki og þau sem hér eru til umfjöllunar. Þrátt fyrir að langt sé til Úganda varði málið Ísland, sem er með tvíhliða þróunarsamvinnu í ríkinu. „Þróunarsamvinna er ekki bara það að Ísland sé að dæla peningum beint til Úganda, heldur skiptir líka máli hvert peningarnir eru að fara. Við hjá Samtökunum '78 höfum verið að tala við fólk frá Úganda sem er hér á landi. Við höfum einnig aðstoðað fólk frá Úganda sem er að leita að alþjóðlegri vernd,“ segir Daníel. Hann segir samtökin hafa óskað eftir fundi með utanríkisráðherra og bendir á að í samningi um samstarf við Úganda sé ekki kveðið á um að stjórnvöldum séu látnir fjármunir í té, heldur sé einnig hægt að uppfylla ákvæði samningsins með styrkjum til félagasamtaka, sem vinni með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ákall samtakanna snúist alls ekki um að þróunarsamvinnu verði hætt, heldur að fjármunir rati á réttan stað. Hjálp fyrir fólkið, ekki ríkið Utanríkisráðherra segir að ráðuneyti hennar muni nú setja sig í samband við þau sendiráð sem Ísland vinnur nánast með í Kampala, höfuðborg Úganda, til að taka stöðuna. „Svo á ég nú reyndar fund með norska þróunarsamvinnuráðherranum á morgun og mun taka þetta upp við hana bara til þess að sjá líka hvernig til að mynda Noregur sér fyrir sér að bregðast við,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.Vísir/Ívar Fannar Þróunarsamvinna Íslands væri oft við ríki þar sem grundvallarmannréttindi væru ekki virt, barnahjónabönd væru leyfð, og svo framvegis. Starfið snúist fyrst og fremst um að tryggja grundvallarréttindi fólks: hreint vatn, mat og menntun fyrir fátækasta fólkið. Oft geti verið flókið að eiga í samskiptum við ríki þar sem það er staðan, á sama tíma og þörfin fyrir aðstoð er sár. „Okkar þróunarsamvinna er aldrei stuðningur sérstakur við stjórnvöldin heldur fyrir fólkið.“ I am deeply shocked and saddened by the enactment of the Anti-Homosexuality Act of Uganda. It is a travesty that constitutes a gross violation of human rights. It is unacceptable that people are forced to live in fear because of who they love or how they express their love.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) May 30, 2023 Úganda Hinsegin Þróunarsamvinna Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. 29. maí 2023 10:20 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Forseti Úganda hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Samkynja sambönd voru ólögleg áður en þessi nýju lög voru samþykkt en þau skerða enn frekar réttindi hinsegin fólks. Tuga ára fangelsi og jafnvel dauðarefsins getur legið við samkynhneigð og mikill fjöldi hinsegin fólks hefur flúið Úganda vegna nýju laganna. Formaður Samtakanna '78 segir um skelfilegar fréttir að ræða. „Þetta er gríðarleg afturför, en í raun er þetta afturför sem hefur átt sér stað síðasta áratuginn í Úganda,“ segir Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri. Hvergi í heiminum sé að finna lög sem séu jafn fjandsamleg hinsegin fólki og þau sem hér eru til umfjöllunar. Þrátt fyrir að langt sé til Úganda varði málið Ísland, sem er með tvíhliða þróunarsamvinnu í ríkinu. „Þróunarsamvinna er ekki bara það að Ísland sé að dæla peningum beint til Úganda, heldur skiptir líka máli hvert peningarnir eru að fara. Við hjá Samtökunum '78 höfum verið að tala við fólk frá Úganda sem er hér á landi. Við höfum einnig aðstoðað fólk frá Úganda sem er að leita að alþjóðlegri vernd,“ segir Daníel. Hann segir samtökin hafa óskað eftir fundi með utanríkisráðherra og bendir á að í samningi um samstarf við Úganda sé ekki kveðið á um að stjórnvöldum séu látnir fjármunir í té, heldur sé einnig hægt að uppfylla ákvæði samningsins með styrkjum til félagasamtaka, sem vinni með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ákall samtakanna snúist alls ekki um að þróunarsamvinnu verði hætt, heldur að fjármunir rati á réttan stað. Hjálp fyrir fólkið, ekki ríkið Utanríkisráðherra segir að ráðuneyti hennar muni nú setja sig í samband við þau sendiráð sem Ísland vinnur nánast með í Kampala, höfuðborg Úganda, til að taka stöðuna. „Svo á ég nú reyndar fund með norska þróunarsamvinnuráðherranum á morgun og mun taka þetta upp við hana bara til þess að sjá líka hvernig til að mynda Noregur sér fyrir sér að bregðast við,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.Vísir/Ívar Fannar Þróunarsamvinna Íslands væri oft við ríki þar sem grundvallarmannréttindi væru ekki virt, barnahjónabönd væru leyfð, og svo framvegis. Starfið snúist fyrst og fremst um að tryggja grundvallarréttindi fólks: hreint vatn, mat og menntun fyrir fátækasta fólkið. Oft geti verið flókið að eiga í samskiptum við ríki þar sem það er staðan, á sama tíma og þörfin fyrir aðstoð er sár. „Okkar þróunarsamvinna er aldrei stuðningur sérstakur við stjórnvöldin heldur fyrir fólkið.“ I am deeply shocked and saddened by the enactment of the Anti-Homosexuality Act of Uganda. It is a travesty that constitutes a gross violation of human rights. It is unacceptable that people are forced to live in fear because of who they love or how they express their love.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) May 30, 2023
Úganda Hinsegin Þróunarsamvinna Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. 29. maí 2023 10:20 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Fleiri fréttir Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Sjá meira
Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. 29. maí 2023 10:20