Erlent

Gröf Vivienne Westwood vanhelguð

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Vivienne Westwood hafði gríðarleg áhrif á tískuheiminn á sínum langa ferli.
Vivienne Westwood hafði gríðarleg áhrif á tískuheiminn á sínum langa ferli. Getty/Vittorio Zunino

Gröf hinnar goðsagnakenndu Vivienne Westwood, sem lést á síðasta ári, var vanhelguð þegar stóru blómakeri, sem skreytti grafreit hennar, var stolið. Fjöldi fólks hefur lýst yfir hneykslan sinni vegna þjófnaðarins.

Lafði Vivienne Westwood, tískugoðsögn og einn áhrifamesti fatahönnuður samtímans, lést í desember á síðasta ári, 81 árs að aldri. Grafreitur hennar er staðsettur í Tintwistle-þorpi í Derbyshire og er gröfinni haldið við af blómasölum á svæðinu.

Á sunnudaginn kom Anja Norris, blómasali, að grafreitnum til að sinna honum en uppgötvaði þá að stóru blómakeri sem skreytti gröf hennar hafði verið stolið. Norris sem rekur blómaþjónustu í Glossop, nærliggjandi þorpi, lýsti yfir viðbjóð sínum á athæfinu.

Hér má sjá blómakerið sem var stolið nýlega.Facebook

„Þetta er svo mikil vanvirðing, ég vona að þau skili því,“ sagði Anja um kerið í viðtali við BBC. „Ég botna ekkert í þessu, gröfin er mjög vinsæl meðal fólks og þorpsbúa sem heimsækja hana til að votta virðingu sína,“ bætti hún við.

Talið er að blómakerinu hafi verið stolið einhvern tímann á síðustu tveimur vikum en Norris segir að vegna þyngdar kersins hljóti þjófarnir að hafa ferjað það með bíl. Ekki er búið að hafa samband við lögreglu þar sem þorpsbúar vilja gefa þjófunum tækifæri á að skila því áður en verðir laganna rannsaka málið.


Tengdar fréttir

Vivienne Westwood er látin

Vivienne Westwood, einn áhrifamesti fatahönnuður samtímans, er látin. Hún varð 81 árs gömul.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.