Erlent

Sigur Erdogans stað­festur

Árni Sæberg skrifar
Erdogan heilsaði upp á stuðningsmenn sína fyrir framan forsetahöllina í Istanbúl síðdegis og lýsti yfir sigri.
Erdogan heilsaði upp á stuðningsmenn sína fyrir framan forsetahöllina í Istanbúl síðdegis og lýsti yfir sigri. Francisco Seco/AP

Recep Tayyip Erdogan var í dag endurkjörinn forseti Tyrklands. Hann verður forseti í fimm ár til viðbótar og mun þá hafa verið í embætti í aldarfjórðung. Hann hafði betur gegn mótframbjóðandanum Kemel Kilicdaroglu í seinni umferð forsetakosninga.

Fyrri umferð kosninganna fór fram 14. maí síðastliðinn þar sem enginn fjögurra forsetaframbjóðenda náði helmingi atkvæða. Önnur umferð með aðeins tveimur efstu efstu frambjóðendunum, Erdogan og Kemel Kilicdaroglu, fór fram í dag. 

Nú þegar búið er að telja ríflega 99 prósent atkvæða hefur Ahmet Yener, formaður yfirkjörstjórnar í Tyrklandi, lýst því yfir að Erdogan hafi farið með sigur af hólmi. Hann hafi hlotið 52,14 prósent atkvæða gegn 47,86 prósent atkvæða sem féllu Kilicdaroglu í skaut. Munurinn sé svo mikill að ótalin atkvæði muni ekki geta breytt niðurstöðunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×