Erlent

Stefnir í fimmta kjör­tíma­bil Erdogan

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Erdogan kaus í dag, líklega sjálfan sig.
Erdogan kaus í dag, líklega sjálfan sig. Getty/Umit Bektas

Þrátt fyrir að það sé mjótt á munum í seinni umferð forsetakosninganna í Tyrklandi stefnir allt í að Erdogan Tyrklandsforseti nái enn einu sinni endurkjöri. Forsetatíð Erdogan er orðin tuttugu ár og hann verður áfram forseti næstu fimm árin ná hann endurkjöri. Hann ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir skömmu og lýsti yfir sigri í kosningunum.

Fyrri umferð kosninganna fór fram 14. maí síðastliðinn þar sem enginn fjögurra forsetaframbjóðenda náði meirihluta. Önnur umferð með aðeins tveimur efstu efstu frambjóðendunum, Erdogan og Kemel Kilicdaroglu, fer fram í dag. Kjörklefar eru búnir að loka og talning atkvæða er langt komin.

Eftir fyrstu tölur virtist vera ansi mjótt á munum en nú þegar búið er að telja um 85 prósent atkvæðanna virðist Erdogan hins vegar ætla að kreista fram sigur enn einu sinni. Talið er að formlegar niðurstöður muni þó ekki berast fyrr en á næstu dögum.

Ahmet Yener, formaður kjörstjórnar, greindi frá því um hálf fimm að eftir talningu á rúmlega helmingi atkvæða að Erdogan leiddi með 54,47 prósent atkvæðum og Kilicdaroglu væri með 45,53 prósent. 

Fréttamiðlar segja Erdogan einnig leiða, ríkismiðillinn Anadolu segir hann vera með rúm 52 prósent en ANKA, sem sögðu Kilicdaroglu leiða um tíma, segja Erdogan vera með rétt rúmlega 50 prósent atkvæða.

Þjóðernissinninn umdeildi styður Erdogan

Fyrri umferð kosninganna fór fram 14. maí síðastliðinn þar sem enginn fjögurra forsetaframbjóðenda náði meirihluta. 

Erdogan var ansi nálægt því með 49,24 prósent, Kilicdaroglu sem er forsetaefni sex flokka stjórnarandstöðubandalags fékk 45,07 prósent, Sinan Ogan, þjóðernissinnaður og óflokksbundinn stjórnmálamaður, fékk 5,28 prósent og Muharrem Ince sem fékk 0,4 prósent.

Hinn umdeildi Ogan greindi frá því í kjölfarið að hann hygðist styðja Erdogan sem er talið vega þungt í seinni umferðinni.


Tengdar fréttir

Erdogan í góðri stöðu fyrir aðra lotu

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, er í góðri stöðu eftir fyrstu lotu forsetakosninga. Flokkarnir á bakvið hann héldu líklega meirihluta á þingi og hann er aðeins rúmlega hálfu prósentustigi frá því að tryggja sér meirihluta atkvæða.

Bilið milli Erdogan og Kilicdaroglu minnkar

Munurinn milli forsetaframbjóðenda í Tyrklandi hefur minnkað síðan fyrstu tölur bárust í kvöld. Enginn frambjóðandi er með yfir helming atkvæða eins og stendur. Endi kosningarnar þannig þarf að ganga aftur til kosninga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×