Fótbolti

Þjálfari Dag­nýjar hjá West Ham lætur gott heita

Aron Guðmundsson skrifar
Paul Konchesky og Dagný Brynjarsdóttir náðu vel saman hjá West Ham United.
Paul Konchesky og Dagný Brynjarsdóttir náðu vel saman hjá West Ham United. Mynd: West Ham United

Paul Konchesky hefur yfirgefið starf sitt sem þjálfari kvennaliðs West Ham United í knattspyrnu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. 

Hjá West Ham United þjálfaði Konchesky íslensku landsliðskonuna Dagnýju Brynjarsdóttur og gerði hana að fyrirliða liðsins. 

Konchesky stýrði liði West Ham United í síðasta skipti í gær er liðið tók á móti Tottenham Hotspur í lokaumferð efstu deildar Englands. 

„Ég er stoltur af því að hafa fengið að tækifæri til þess að stýra liði þessa félags. Ég, starfslið mitt og leikmennirnir hafa alltaf gefið 100 prósent í verkefnið þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki alltaf verið okkur í hag,“ segir Konchesky í yfirlýsingu West Ham United.

Honum er þakkað fyrir framlag sitt til félagsins en West Ham endaði í 8. sæti efstu deildar Englands þetta tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×