Innlent

Elda ofan í flugstöðvargesti

Árni Sæberg skrifar
Elda er á annarri hæð í norðurbyggingu Keflavíkurflugvallar, beint á móti útganginum úr Fríhöfninni.
Elda er á annarri hæð í norðurbyggingu Keflavíkurflugvallar, beint á móti útganginum úr Fríhöfninni. SSP á Íslandi

Veitingastaðurinn Elda Bistro hefur verið opnaður á annarri hæð í norðurbyggingu Keflavíkurflugvallar, beint á móti útganginum úr Fríhöfninni. Um er að ræða annan af tveimur veitingastöðum nýs rekstraraðila veitingastaða í Leifsstöð.

Elda Bistro er á vegum alþjóðlega veitingafyrirtækisins SSP, sem sérhæfir sig í veitingarekstri á flugvöllum og lestarstöðvum um allan heim og rekur meðal annar Starbucks keðjuna á flugvöllum víða um heim, að því er segir í fréttatilkynningu um opnun staðarins.

SSP á Íslandi átti hagkvæmasta tilboðið í útboði á rekstri tveggja veitingastaða á flugvellinum en von bráðar verður seinni staðurinn opnaður, Jómfrúin, sem hefur um árabil verið rekinn við Lækjargötu í Reykjavík.

Fyrrverandi landsliðskokkur með í för

Í tilkynningu segir að Elda Bistro sé nútímalegur og notalegur staður sem bjóði upp á hraða þjónustu, heita og kalda rétti, og henti þannig fjölbreyttum hópi farþega á öllum tímum sólahringsins.

„Við höfum lagt mikið upp úr þróun og hönnun á öllum réttum Elda og fengum til liðs við okkur meistarakokkinn Snorra Victor Gylfason. Við bjóðum upp á klassíska rétti með íslensku ívafi sem ferðalangar geta gripið með sér eða þeir sest niður og pantað beint á borðið. Þá hlökkum við einnig mikið til að kynna Jómfrúna til leiks á flugvellinum von bráðar,“ er haft eftir Jóni Hauki Baldvinssyni, rekstrarstjóra SSP á Íslandi.


Tengdar fréttir

Jóm­frúin opnar á Kefla­víkur­flug­velli

Veitingastaðurinn Jómfrúin og bistro-staður undir nafninu Elda munu opna í Keflavíkurflugvelli í febrúar næstkomandi. Snorri Victor Gylfason, kokkur á Vox mun sjá um þróun og hönnun á öllum réttum Elda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×