Innlent

Sund­laugar lokaðar á lang­þráðum sól­skins­degi

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Þessi unga dama var ekki alveg nógu ánægð með að sundferðin varð ekki að veruleika.
Þessi unga dama var ekki alveg nógu ánægð með að sundferðin varð ekki að veruleika. Vísir/Steingrímur Dúi

Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 

Þrettán sundlaugar á landsbyggðinni eru lokaðar fram á þriðjudag vegna verkfalla félagsmanna BSRB. Verkfallið er hluti af aðgerðum BSRB en kjaraviðræður félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í algerum hnút þó að formaður BSRB hafi látið hafa eftir sér að deiluaðilar séu að nálgast, þó það gangi allt of hægt að hennar sögn. 

Auk sundlauga hafa verkföllin haft áhrif á leikskóla, grunnskóla og hafnir. Ef til allsherjarverkfalls kemur þann 5. júní mun það einnig ná til bæjarskrifstofa, áhaldahúsa og almenningssamgangna svo eitthvað sé nefnt.

Isabella varð steinhissa þegar hún kom að lokuðum dyrum.

Grunlausir gestir sem ætluðu í sund í Borgarnesi í dag þurftu því að sætta sig við að fá fá ekki að njóta sólarinnar í heita pottinum eða dýfa sér í laugina.  Lokunin kom Isabellu sem ætlaði að skella sér í sund í opna skjöldu.

„Það er greinilega lokað og ég vissi ekkert um það. Ég lofaði frænku minni að við færum í sund af því að sólin skín í dag. Sólin hefur jú ekki sýnt sig í hálfan mánuð.“

En mun sú stutta jafna sig?

„Hún er mjög vonsvikin. Nú getum við ekki farið í búðir því það var meginmarkmiðið að gleðja hana með sundferð. Dagurinn var frátekinn fyrir það. Nú verður hún sorgmædd.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.