Innlent

Buðu ferða­manni gistingu í fanga­geymslu

Árni Sæberg skrifar
Maðurinn fékk að gista á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.
Maðurinn fékk að gista á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm

Laust fyrir klukkan 06 í morgun barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregluþjónar ræddu við manninn kom í ljós að um erlendan ferðamann var að ræða, sem gat með engu móti gefið upp hvar hann dveldi. Brugðist var á það ráð að bjóða honum gistingu í fangageymslu.

Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglu fyrir daginn. Þar segir að á milli klukkan 05 og 17 hafi 59 mál verið skráð í skráningarkerfi lögreglunnar.

Verkefni lögreglunnar voru af ýmsum toga í dag. Nokkuð mikið var um umferðarlagabrot, ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, akstur undir áhrifum, fyrir að vera enn með nagladekk undir bíl og fyrir að vera með barn í bílnum án viðeigandi öryggisbúnaðs.

Maður var handtekinn eldsnemma í morgun vegna vopnalagabrots í Grafarholti. Sá afhenti lögreglu vopnið og málið var afgreitt á vettvangi. 

Þá var tilkynnt um líkamsárás í hverfi 105 skömmu eftir klukkan 14. Þolandi árásarinnar hlaut minniháttar meiðsli og vitað er hver framdi árásina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.