Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglu fyrir daginn. Þar segir að á milli klukkan 05 og 17 hafi 59 mál verið skráð í skráningarkerfi lögreglunnar.
Verkefni lögreglunnar voru af ýmsum toga í dag. Nokkuð mikið var um umferðarlagabrot, ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, akstur undir áhrifum, fyrir að vera enn með nagladekk undir bíl og fyrir að vera með barn í bílnum án viðeigandi öryggisbúnaðs.
Maður var handtekinn eldsnemma í morgun vegna vopnalagabrots í Grafarholti. Sá afhenti lögreglu vopnið og málið var afgreitt á vettvangi.
Þá var tilkynnt um líkamsárás í hverfi 105 skömmu eftir klukkan 14. Þolandi árásarinnar hlaut minniháttar meiðsli og vitað er hver framdi árásina.