Forsetinn segir af sér sem flokksformaður vegna ólgu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. maí 2023 15:00 Vucic sagði tugþúsundum stuðningsmanna sinna að hann yrði flokksmaður svo lengi sem hann lifi. Getty Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur sagt af sér formennsku Framfaraflokksins í skugga mikilla mótmæla. Varnarmálaráðherrann Milos Vucevic tekur við formennskunni að ósk Vucic. „Takk fyrir þessi ellefu ár,“ sagði Vucic á flokksfundi í bænum Kragujevac eins og fréttastofan AP greinir frá. „Ég er mjög stoltur að hafa leitt besta flokkinn í Serbíu í öll þessi ár.“ Vucic greindi fyrst frá afsögn sinni á flokksfundi í höfuðborginni Belgrad á föstudag, frammi fyrir tugþúsundum stuðningsmanna. Sagðist hann ætla að vera áfram liðsmaður flokksins „eins lengi og hann lifir.“ Vucic, sem er 53 ára gamall, hefur verið forseti síðan árið 2017. Hann hefur leitt Framfaraflokkinn, sem er hægrisinnaður pópúlistaflokkur, síðan árið 2008. Skotárásir og landamæraspenna Mikil spenna hefur verið í Serbíu að undanförnu. Bæði vegna innanríkis og utanríkismála. Í dag fara fram stór mótmæli sem skipulögð eru af stjórnarandstöðuflokkum sem hafa krafist þess að forysta ríkisstjórnarinnar segi af sér. Mikil mótmæli hafa verið gegn ofbeldismenningu í kjölfar tveggja mannskæðra skotárása í landinu. Í einni þeirra skaut þrettán ára skólastrákur í Belgrad níu manns til bana, þar af átta önnur börn. Daginn eftir myrti tvítugur maður átta manns með hríðskotariffli í bænum Mladenovac. Branko Ruzic, menntamálaráðherra, mátti taka pokann sinn fyrr í þessum mánuði eftir ummæli um að kenna mætti netinu, tölvuleikjum og vestrænum gildum um skotárásirnar. Þá hefur verið gríðarleg spenna á landamærum Serbíu og Kosovo í vetur og litlu má muna að upp úr sjóði. Kosvo tilheyrði áður Serbíu og Serbar viðurkenna ekki sjálfstæði landsins. Serbía Tengdar fréttir Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
„Takk fyrir þessi ellefu ár,“ sagði Vucic á flokksfundi í bænum Kragujevac eins og fréttastofan AP greinir frá. „Ég er mjög stoltur að hafa leitt besta flokkinn í Serbíu í öll þessi ár.“ Vucic greindi fyrst frá afsögn sinni á flokksfundi í höfuðborginni Belgrad á föstudag, frammi fyrir tugþúsundum stuðningsmanna. Sagðist hann ætla að vera áfram liðsmaður flokksins „eins lengi og hann lifir.“ Vucic, sem er 53 ára gamall, hefur verið forseti síðan árið 2017. Hann hefur leitt Framfaraflokkinn, sem er hægrisinnaður pópúlistaflokkur, síðan árið 2008. Skotárásir og landamæraspenna Mikil spenna hefur verið í Serbíu að undanförnu. Bæði vegna innanríkis og utanríkismála. Í dag fara fram stór mótmæli sem skipulögð eru af stjórnarandstöðuflokkum sem hafa krafist þess að forysta ríkisstjórnarinnar segi af sér. Mikil mótmæli hafa verið gegn ofbeldismenningu í kjölfar tveggja mannskæðra skotárása í landinu. Í einni þeirra skaut þrettán ára skólastrákur í Belgrad níu manns til bana, þar af átta önnur börn. Daginn eftir myrti tvítugur maður átta manns með hríðskotariffli í bænum Mladenovac. Branko Ruzic, menntamálaráðherra, mátti taka pokann sinn fyrr í þessum mánuði eftir ummæli um að kenna mætti netinu, tölvuleikjum og vestrænum gildum um skotárásirnar. Þá hefur verið gríðarleg spenna á landamærum Serbíu og Kosovo í vetur og litlu má muna að upp úr sjóði. Kosvo tilheyrði áður Serbíu og Serbar viðurkenna ekki sjálfstæði landsins.
Serbía Tengdar fréttir Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05