Fótbolti

Verðlaunaður með nýjum samning eftir tvo leiki á fjórum árum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hinn 37 ára gamli Scott Carson fer ekki fet.
Hinn 37 ára gamli Scott Carson fer ekki fet. Marc Atkins/Getty Images

Scott Carson hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Englandsmeistara Manchester City.

Þessi 37 ára gamli markvörður hefur verið í herbúðum City frá árinu 2019. Hann gekk í raðir félagsins á láni frá Derby, en var svo keyptur árið 2021.

Hann hefur verið þriðji markvörður Englandsmeistaranna frá því að hann gekk í raðir félagsins og aðeins leikið tvo leiki fyrir liðið. Hann stóð í rammanum í 4-3 sigri gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni árið 2021 og kom inn á sem varamaður seinustu 17 mínúturnar í markalausu jafntefli gegn Sporting í Meistaradeildinni á seinasta tímabili.

Á ferlinum hefur Carson leikið með liðum á borð við Liverpool, Leeds, West Bromwich Albion og Derby County. Þá lék hann einnig fjóra leiki fyrir enska landsliðið á árunum 2007-2011.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.