Lífið

Lor­een á Ís­landi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Loreen elskar Ísland og lætur rigningarsuddann eflaust ekkert á sig fá.
Loreen elskar Ísland og lætur rigningarsuddann eflaust ekkert á sig fá. Anthony Devlin/Getty

Sænska Euro­vision ofur­stjarnan Lor­een er á Ís­landi. Hún er hér á landi vegna sam­starfs síns við ís­lenska tón­listar­manninn Ólaf Arnalds.

Þetta herma heimildir Vísis. Mbl.is greindi fyrst frá komu hins tvö­falda Euro­vision sigur­vegara til landsins. Lor­een dvelur í mið­bæ Reykja­víkur og þó veðrið leiki ekki við söng­konuna má ætla að hún muni njóta dvalarinnar, enda Ís­lands­vinur mikill.

Lor­een hafði áður sagt frá því að hún væri væntan­leg til Ís­lands til þess að starfa með ís­lenskum tón­listar­manni. Sjálf hefur hún ekki gefið upp hver það er. Hún hefur marg­sinnis komið til Ís­lands og hefur áður sagst elska landið.

Ólafur Arnalds hefur hins vegar sjálfur svo gott sem stað­fest það en hann tísti mynd­skeiði af Lor­een þar sem hún ræddi verk­efnin á Ís­landi. Spurði hann fylgj­endur sína jafn­framt hvað hún væri að fara að gera eftir Euro­vision.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.