Áminnt fyrir að segja frá tíu ára stúlku sem fór í þungunarrof í kjölfar nauðgunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. maí 2023 11:44 Bernard sagðist vilja varpa ljósi á raunverulegar afleiðingar takmarkana á aðgengi að þungunarrofi. Getty/Washington Post/Kaiti Sullivan Læknayfirvöld í Indiana í Bandaríkjunum hafa áminnt kvensjúkdóma- og fæðingalækninn Caitlin Bernard fyrir að hafa rætt við blaðamann um mál tíu ára stúlku sem fékk þungunarrofsþjónustu hjá Bernard í kjölfar nauðgunar. Bernard var að auki sektuð en má halda áfram störfum. Ríkissaksóknarinn Todd Rokita, sem er Repúblikani og yfirlýstur andstæðingur þungunarrofs, hefur freistað þess að láta Bernard gjalda fyrir að veita stúlkunni umrædda þjónustu. Þess ber að geta að allir sem sitja í fagráðinu eru útnefndir af ríkisstjóranum, sem einnig er Repúblikani. Vinnuveitandi Bernard, Indiana University Health, komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið gegn siðareglum með viðtalinu, þar sem ekki var hægt að bera kennsl á stúlkuna út frá því sem hún Bernard sagði. Málið vakti gríðarlega athygli vestanhafs þar sem það átti sér stað skömmu eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri eigin niðurstöðu í Roe gegn Wade. Stúlkan, sem bjó í Ohio, leitaði til Indiana eftir að þungunarrof var bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í heimaríki hennar. Bernard ræddi nafnlaust um málið við blaðamann og vakti umfjöllunin gríðarlega athygli en formaður fagnefndarinnar sem fjallaði um ásakanirnar á hendur Bernard sagði hana góðan lækni og að hún hefði ekki séð fyrir sér að viðtalið færi í jafn víðtæka dreifingu og raun bar vitni. Rokita hefur fagnað áminningunni en sjálf sagði Bernard fyrir nefndinni að málið væri pólitískt. Hún hefði ekki látið uppi neinar persónuupplýsingar um stúlkuna og menn hefðu aðeins farið að grafast fyrir um hana þegar andstæðingar þungunarrofs héldu því fram að hún væri uppspuni Bernard. Bernard sagði það skyldu sína sem heilbrigðisstarfsmanns að fræða almenning um mikilvæg mál er vörðuðu lýðheilsu, ekki síst um kvenheilsu þar sem það væri hennar sérsvið. Hún steig fram þegar umræða var í gangi um að taka upp svipaðar takmarkanir í Indiana og í Ohio. Þær eru nú orðnar að veruleika, með ákveðnum undanþágum þegar um er að ræða þungun í kjölfar nauðgunar eða sifjaspells. Bandaríkin Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Þungunarrof Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Bernard var að auki sektuð en má halda áfram störfum. Ríkissaksóknarinn Todd Rokita, sem er Repúblikani og yfirlýstur andstæðingur þungunarrofs, hefur freistað þess að láta Bernard gjalda fyrir að veita stúlkunni umrædda þjónustu. Þess ber að geta að allir sem sitja í fagráðinu eru útnefndir af ríkisstjóranum, sem einnig er Repúblikani. Vinnuveitandi Bernard, Indiana University Health, komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki brotið gegn siðareglum með viðtalinu, þar sem ekki var hægt að bera kennsl á stúlkuna út frá því sem hún Bernard sagði. Málið vakti gríðarlega athygli vestanhafs þar sem það átti sér stað skömmu eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri eigin niðurstöðu í Roe gegn Wade. Stúlkan, sem bjó í Ohio, leitaði til Indiana eftir að þungunarrof var bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í heimaríki hennar. Bernard ræddi nafnlaust um málið við blaðamann og vakti umfjöllunin gríðarlega athygli en formaður fagnefndarinnar sem fjallaði um ásakanirnar á hendur Bernard sagði hana góðan lækni og að hún hefði ekki séð fyrir sér að viðtalið færi í jafn víðtæka dreifingu og raun bar vitni. Rokita hefur fagnað áminningunni en sjálf sagði Bernard fyrir nefndinni að málið væri pólitískt. Hún hefði ekki látið uppi neinar persónuupplýsingar um stúlkuna og menn hefðu aðeins farið að grafast fyrir um hana þegar andstæðingar þungunarrofs héldu því fram að hún væri uppspuni Bernard. Bernard sagði það skyldu sína sem heilbrigðisstarfsmanns að fræða almenning um mikilvæg mál er vörðuðu lýðheilsu, ekki síst um kvenheilsu þar sem það væri hennar sérsvið. Hún steig fram þegar umræða var í gangi um að taka upp svipaðar takmarkanir í Indiana og í Ohio. Þær eru nú orðnar að veruleika, með ákveðnum undanþágum þegar um er að ræða þungun í kjölfar nauðgunar eða sifjaspells.
Bandaríkin Heilbrigðismál Kynferðisofbeldi Þungunarrof Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira