Forsetahjónin á leið í opinbera heimsókn til fæðingarlands Elizu Atli Ísleifsson skrifar 25. maí 2023 11:37 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Kanada 29. maí og verða til 1. júní. Þau verða þar í boði landstjórans Mary Simon. Um er að ræða fyrstu ríkisheimsókn Íslands til Kanada frá árinu 2000, en meðal annars verður fundað með Justin Trudeau forsætisráðherra. Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að markmið heimsóknarinnar sé að styrkja enn frekar hin margþættu tengsl landanna sem hafi fagnað 75 ára afmæli stjórnmálasambands á síðasta ári. „Með forsetahjónum í för verður sendinefnd skipuð Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Pétri Þ. Óskarssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu, Jóni Sigfússyni, stjórnarformanni Planet Youth og Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, auk Hlyns Guðjónssonar sendiherra Íslands í Kanada. Þá fylgir forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu* sem hyggjast efla samstarf við Kanada, m.a. á sviði nýsköpunar í sjávarútvegi, heilsutækni og við nýtingu grænnar orku. Heimsóknin hefst að morgni mánudagsins 29. maí með formlegri móttökuathöfn í höfuðborginni Ottawa sem er fæðingarstaður Elizu Reid forsetafrúar. Þar verður fundað með Mary Simon landstjóra og Justin Trudeau forsætisráðherra. Jafnframt verður þar efnt til tveggja funda um sameiginleg hagsmunamál Íslands og Kanada. Á þeim fyrri verður fjallað um varðveislu tungumáls í fámennum málsamfélögum og kynntar aðferðir í notkun máltæknilausna á íslensku. Á síðari fundinum verður sjónum beint að lýðheilsu ungmenna og munu fulltrúar frá Planet Youth á Íslandi ræða við kanadísk heilbrigðismálayfirvöld (Public Health Agency of Canada) um íslenska forvarnarmódelið sem innleitt hefur verið víða um lönd, þar á meðal í Kanada, undir merkjum Planet Youth. Í Ottawa er einnig boðið til bókmenntaviðburðarins „Sögur úr norðri“þar sem rithöfundarnir Eliza Reid forsetafrú og Whit Fraser, eiginmaður landstjóra Kanada, ræða við kanadíska rithöfunda um bókmenntaarf þjóðanna. Frá Ottawa halda forsetahjónin ásamt sendinefndum til Halifax í Nova Scotia og til St. John’s á Nýfundnalandi og Labrador. Þau munu eiga fundi með fylkisstjórum og ráðherrum auk þess sem efnt verður til fjölda viðburða í því skyni að efla menningar- og viðskiptatengsl Íslands og Kanada. Heimsókninni lýkur í Toronto þar sem forsetahjón eiga fund með fylkisstjóra Ontario. Þá býður Íslandsstofa til íslensks markaðsdags þar sem leiddir eru saman kanadískir fjárfestar og fulltrúar íslensks viðskiptalífs, og mun forseti ávarpa gestina. Ríkisheimsókn forseta Íslands og forsetafrúar til Kanada lýkur að kvöldi fimmtudagsins 1. júní,“ segir um heimsóknina. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kanada Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands segir að markmið heimsóknarinnar sé að styrkja enn frekar hin margþættu tengsl landanna sem hafi fagnað 75 ára afmæli stjórnmálasambands á síðasta ári. „Með forsetahjónum í för verður sendinefnd skipuð Lilju Alfreðsdóttur, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Pétri Þ. Óskarssyni, framkvæmdastjóra Íslandsstofu, Jóni Sigfússyni, stjórnarformanni Planet Youth og Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms, auk Hlyns Guðjónssonar sendiherra Íslands í Kanada. Þá fylgir forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu* sem hyggjast efla samstarf við Kanada, m.a. á sviði nýsköpunar í sjávarútvegi, heilsutækni og við nýtingu grænnar orku. Heimsóknin hefst að morgni mánudagsins 29. maí með formlegri móttökuathöfn í höfuðborginni Ottawa sem er fæðingarstaður Elizu Reid forsetafrúar. Þar verður fundað með Mary Simon landstjóra og Justin Trudeau forsætisráðherra. Jafnframt verður þar efnt til tveggja funda um sameiginleg hagsmunamál Íslands og Kanada. Á þeim fyrri verður fjallað um varðveislu tungumáls í fámennum málsamfélögum og kynntar aðferðir í notkun máltæknilausna á íslensku. Á síðari fundinum verður sjónum beint að lýðheilsu ungmenna og munu fulltrúar frá Planet Youth á Íslandi ræða við kanadísk heilbrigðismálayfirvöld (Public Health Agency of Canada) um íslenska forvarnarmódelið sem innleitt hefur verið víða um lönd, þar á meðal í Kanada, undir merkjum Planet Youth. Í Ottawa er einnig boðið til bókmenntaviðburðarins „Sögur úr norðri“þar sem rithöfundarnir Eliza Reid forsetafrú og Whit Fraser, eiginmaður landstjóra Kanada, ræða við kanadíska rithöfunda um bókmenntaarf þjóðanna. Frá Ottawa halda forsetahjónin ásamt sendinefndum til Halifax í Nova Scotia og til St. John’s á Nýfundnalandi og Labrador. Þau munu eiga fundi með fylkisstjórum og ráðherrum auk þess sem efnt verður til fjölda viðburða í því skyni að efla menningar- og viðskiptatengsl Íslands og Kanada. Heimsókninni lýkur í Toronto þar sem forsetahjón eiga fund með fylkisstjóra Ontario. Þá býður Íslandsstofa til íslensks markaðsdags þar sem leiddir eru saman kanadískir fjárfestar og fulltrúar íslensks viðskiptalífs, og mun forseti ávarpa gestina. Ríkisheimsókn forseta Íslands og forsetafrúar til Kanada lýkur að kvöldi fimmtudagsins 1. júní,“ segir um heimsóknina.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Kanada Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira