Innlent

Stera­bolti breytti lífi sam­býlis­konunnar í al­gjöra mar­tröð

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Konan starfaði sem flugfreyja og hótaði karlmaðurinn einu sinni að hringja inn sprengjuhótun færi hún í flug vinnu sinnar vegna til Kanada.
Konan starfaði sem flugfreyja og hótaði karlmaðurinn einu sinni að hringja inn sprengjuhótun færi hún í flug vinnu sinnar vegna til Kanada. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa með áralöngu ofbeldi og hótunum breytt lífi sambýliskonu sinnar í algjöra martröð. Hann fylgdist með ferðum hennar í gegnum síma, talaði um hana sem hóru og hótaði að hringja inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvelli mætti hún til vinnu. Var hann einnig dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum og líkamsárás á frænda konunnar. Karlmaðurinn var gripinn með nokkuð magn stera á sér við heimsókn lögreglu.

Á­kæru­at­riðin eru alls á­tján talsins og ná til áranna 2009 til 2020. Hann var sýknaður af sex þeirra í héraðs­dómi, meðal annars af meintum brotum gegn konunni sem honum var gefið að sök að hafa framið fyrir þann 6. júlí 2015, þegar konan hafði fyrst sam­band við lög­reglu.

Sagðist ekki muna eftir því að hafa hringt

Í dómi héraðs­dóms kemur fram að maðurinn og konan hafi byrjað saman árið 2008 þegar hann var 16 ára og hún 13 ára. Maðurinn var meðal annars á­kærður fyrir að hafa tekið hana háls­taki, ógnað henni með hnífi, slegið hana í hálsinn, öskrað á hana, ýtt henni, gripið í og togað í hana auk þess sem hann var ákærður fyrir að hafa brotið gegn frið­helgi einka­lífs hennar og hótað henni og öðrum tengdum henni, meðal annars líf­láti og líkams­meiðingum.

Konan starfaði sem flug­freyja og var manninum gefið að sök að hafa hótað henni því í janúar 2018 að hringja inn sprengju­hótun ef hún færi í flug til Mont­real. Maðurinn hafði í­trekað sakað hana um að sofa hjá flug­liðum og flug­stjórum í vinnunni. Fyrir dómi sagðist maðurinn ekki minnast þessa. Taldi héraðs­dómur hafið yfir skyn­sam­legan vafa að maðurinn hefði gerst sekur um þá hátt­semi.

Maðurinn hafi auk þess sent konunni smánandi og van­virðandi skila­boð á Face­book Mess­en­ger. 

„Þu skemmdir heimilis astandið með stans­lausum framm­hja holdum og fara a bak­við mig að wow hórast“ „[...]Sagði­ru lækninum ekki frá hóru ferlinum?“ 

Kvaðst maðurinn hafa skrifað skila­boðin í mikilli reiði og sagðist lengi hafa glímt við reiði­stjórnunar­vanda. Þá tjáði hann lögreglu að hann hefði upplifað ofbeldi af hálfu stjúpföður síns í æsku.

Hótaði að lemja negrann og konuna

Konan lýsti því fyrir héraðs­dómi að að þann 1. júní 2019 á Sjó­manna­dags­balli hafi maðurinn hótað konunni því að „ef hún dansaði aftur við þennan negra, þá myndi hann lemja hann og lemja hana.“ 

Sjálfur sagðist maðurinn ekki muna eftir ballinu. Var frá­sögn konunnar talin trú­verðug.

Þá sagði konan fyrir dómi að maðurinn hefði brugðist við með ofsa­fengnum hætti þann 9. desember sama ár eftir að hún tjáði honum að hún ætlaði til London með vin­konu sinni. Hann hafi sagt við hana að hún væri að fara í hóru­ferð og hótað því að rífa úr henni allar tennur. Segir konan fyrir dómi að hún hafi daginn eftir leitað á náðir Kvenna­at­hvarfsins með börn sín.

Sjálfur þver­tók maðurinn fyrir dómi að hafa hótað henni. Hann hafi rámað í að sér hefði ekki fundist London ferð gáfu­leg hug­mynd vegna bágrar fjár­hags­stöðu þeirra en hann þrætti ekki fyrir að hafa kallað Londonferðina „hóru­ferð.“ Segir í dómi héraðs­dóms að fram­burður mannsins um þetta þyki frá­leitur, fram­burður konunnar þyki trú­verðugur og fái að hluta stoð í texta­skila­boðum mannsins til konunnar og í vitnis­burði vin­kvenna hennar.

„Mjög gott brot“

Þá var maðurinn fundinn sekur um brot gegn frið­helgi konunnar en maðurinn lýsti því fyrir dómi að hann hafi fundið gamlan iP­hone síma konunnar í fata­skáp. Sá sími hafi gert honum kleift að komast inn í „allt.“ Hann hafi getað komist inn á Insta­gram reikning konunnar og lesið tölvu­pósta hennar.

Á­kærði kvað þetta rétt fyrir dómi, kvaðst þannig hafa getað skoðað Face­book, Insta­gram og fleiri sam­skipta­miðla brota­þola og sagði að ef þetta teldist brot­legt væri það „mjög gott brot“. Hann hafi not­fært sér upp­lýsingar af sam­fé­lags­miðlum konunnar til að fylgjast með stað­setningu hennar hverju sinni og rekja ferðir hennar, meðal annars þegar hún dvaldi í Kvenna­at­hvarfinu á árinu 2019.

Í niður­stöðu héraðs­dóms segir að með hátt­semi sinni hafi maðurinn á ó­svífinn og frek­legan hátt brotið gegn frið­helgi einka­lífs konunnar og er á­setningur hans sagður styrkur og ein­beittur.

Sagðist konan fyrir dómi í­trekað hafa reynt að slíta sam­bandinu en að maðurinn hafi aldrei virt vilja hennar. Kvaðst hún halda að hún væri enn föst í sambandi með manninum ef ekki hefði komið til nálgunar­banns og brott­vísunar af heimili þeirra í mars 2020.

Í­trekað mis­boðið börnum sínum

Þá var maðurinn jafn­framt á­kærður fyrir brot gegn barna­verndar­lögum. Segir í dómnum að ekkert liggi fyrir um að á­kærði hafi beitt börn sín, dóttur sína og son líkam­legu of­beldi, en að þau hafi í nokkur skipti orðið vitni að slíku of­beldi mannsins gagn­vart móður þeirra og séu án efa þol­endur and­legs of­beldis af hálfu mannsins.

Maðurinn þykir því að mati dómsins í­trekað og endur­tekið hafa ógnað and­legri heilsu og vel­ferð barnanna og í­trekað mis­boðið þeim með særandi van­virðandi, rudda­legri og ó­sið­legri hátt­semi sem fyrst og fremst beindist að móður barnanna en einnig beint og ó­beint að börnunum sjálfum. Maðurinn hafi þannig gerst brot­legur við barna­verndar­lög.

Líkams­á­rás og frammi­stöðu­bætandi efni

Þá var maðurinn jafn­framt dæmdur miska­bóta­skyldur gagn­vart frænda konunnar vegna líkams­á­rásar. Maðurinn viður­kenndi fyrir dómi að hafa slegið manninn í verslun þann 2. mars 2020 og sparkað einu sinni í vinstri fót­legg hans, með þeim af­leiðingum að hann hlaut þreyfi­eymsli á nef­beini.

Haft er eftir frændanum í dómi héraðs­dóms að að hann hafi búið á neðri hæð sama húss og parið. Konan hafi leitað til hans í nokkur skipti vegna of­beldis mannsins.

Þá var maðurinn fundinn sekur um brot gegn lögum um bann við til­teknum frammi­stöðu­bætandi efnum. Í dómnum kemur fram að sannað sé að á­kærði hafi 8. mars 2020 haft í sínum vörslum stera­efni, Nandrolon stungu­lyf, Testesteron stungu­lyf, 41 töflu af Dana­bol DS/Met­hand­rostenolone og 100 bláar stera­töflur af ó­þekktri tegund sem lög­regla hald­lagði sama dag.

Ein til frá­sagnar

Maðurinn var eins og áður segir sýknaður af sex á­kæru­liðum. Konan sagði fyrir dómi að hún hefði þann 6. júlí árið 2015 í fyrsta skiptið leitað til lög­reglu vegna heimilis­of­beldis mannsins.

Í dómi héraðs­dóms er maðurinn sýknaður vegna brota sem urðu fyrir þann tíma. Þar segir að heimilis­of­beldi geti haft ó­líkar birtingar­myndir og hvíli oft undir yfir­borðinu í mörg ár.

„Hvað sem því líður í sam­bandi og síðar sam­búð á­kærða og brota­þola stendur eftir að þau eru ein til frá­sagnar um hvað gerðist og gerðist ekki í sam­skiptum þeirra á tíma­bilinu 2009 til 6. júlí 2015.“

Maðurinn hafi ein­dregið neitað sök og því ó­sannað að hann hafi brotið gegn konunni með refsi­verðum hætti á ofan­greindu tíma­bili og maðurinn sýknaður á grund­velli sönnunar­skorts.

Allt í röð og reglu þegar lögregla kíkti í heimsókn

Þá lætur Héraðs­dómur Reykja­ness þess getið að tæp fimm ár hafi liðið frá lýstum at­vikum þann 6. júlí 2015 og þar til eigin­leg lög­reglu­rann­sókn hófst árið 2020. Í dag­bókar­færslu lög­reglu vegna parsins segi að allt hafi verið í röð og reglu á heimili þeirra þann 6.júlí 2015 þegar lög­reglu bar að. Gegn stað­fastri neitun mannsins sé ekkert sem styður fram­burð konunnar um að maðurinn hafi brotið allt og bramlað á heimili þeirra.

Maðurinn var auk þess sýknaður af því að hafa í nokkur ó­til­greind skipti á Reykja­nes­braut og malar­vegi ekið bíl með konunni innan­borðs mjög hratt og hótað að drepa þau með akstrinum, þar sem konan sagði ung börn þeirra hafi einnig verið með í bílnum í nokkur skipti. Maðurinn þver­tók fyrir dómi að hafa hótað eða ógnað konunni og börnum sínum með hrað­akstri, hann sagði slíkt aldrei hafa gerst. Að mati héraðs­dóms þykir ó­sannað að maðurinn hafi gerst sekur um þetta.

Þá var maðurinn auk þess sýknaður af því að hafa ruðst inn í her­bergi til sonar síns, tekið í rúm hans og þrykkt því til og mis­boðið þannig syni sínum og sýnt honum van­virðingu svo and­legri og líkam­legri heilsu drengsins var hætta búin og vel­ferð hans ógnað. Maðurinn neitaði frá upp­hafi dóms­málsins sök. Fyrir dómi kvaðst konan ekki hafa séð til mannsins heldur heyrt at­gang inni í her­bergi drengsins og komið að honum há­grátandi í rúmi sínu.

Þá segir héraðs­dómur var­huga­vert að telja sannað að texta­skila­boðin: „[...] ef ég vil sofa þar sem ég á eignar­hlut. kem ég ef mig langar [...]“ séu þess eðlis að talist geti refsi­verð. Var hann sýknaður af þeim. Önnur skilaboð hefðu verið smánandi og vanvirðandi og karlmaðurinn sekur hvað varðaði þann ákæruþátt. 

Héraðs­dómur fékk auk þess ekki séð að ferð á­kærða að sumar­húsi þar sem konan og börn hans gistu gæti talist refsi­verð að lögum. Konan hafði sagt lög­reglu hann hafa heimtað að hún og börnin sneru aftur heim. Kom aldrei fram hjá konunni að börnin hafi vaknað við komu mannsins. Sjálfur neitaði maðurinn að hafa við­haft nokkra þá hátt­semi um­rædda nótt sem talist gæti refsi­verð.

Segir í niður­stöðu héraðs­dóms að hann hafi ekki orðið upp­vís að refsi­verðri hátt­semi áður og sé litið til þess við á­kvörðun refsingar. Brotin sem maðurinn var dæmdur fyrir voru hins vegar metin al­var­leg og náðu til þriggja ára. Þótt ekki liggi lægju fyrir ítarleg gögn um afleiðingar af háttsemi mannsins á sálarlíf konunnar væri ljóst að hún hafi verið þjökuð af kvíða og lágu sjálfsmati. Líf hennar hafi breyst í martröð sem ekki hafi séð fyrir endann á fyrr en karlmaðurinn var settur í nálgunarbann. 

Var maðurinn dæmdur í tveggja ára ó­skil­orðs­bundið fangelsi og honum gert að greiða konunni 3,5 milljónir króna í miska­bætur með vöxtum, frænda hennar 250 þúsund krónur í miska­bætur með vöxtum og 150 þúsund krónur í máls­kostnað. Þá var honum gert að greiða 3/4 hluta af þóknun réttar­gæslu­manns konunnar og 3/4 hluta máls­varnar­launa verjanda síns.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.