Þurfa að loka göngudeildum yfir sumartímann í miðjum ópíóðafaraldri Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2023 19:00 Valgerður Rúnarsdóttir er yfirlæknir á Vogi. arnar halldórsson Göngudeildum SÁÁ og meðferðarstöðinni í Vík verður lokað í sumar vegna fjárskorts á sama tíma og fréttir berast af ópíóðafaraldri. Yfirlæknir segist ekkert hafa heyrt frá heilbrigðisráðherra eftir að hann boðaði aukna fjárveitingu fyrir rúmum tveimur vikum. Fyrir rúmum mánuði kynnti heilbrigðisráðherra á ríkisstjórnarfundi hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafaraldurs. Þann 9. maí sagði heilbrigðisráðherra í viðtali við Heimildina að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hækka upphæðina og verja 225 milljónum í málaflokkinn. Í dag, rúmum tveimur vikum seinna hefur yfirlæknir á Vogi ekkert heyrt frá ráðuneytinu. „Nei ekki eftir þessa yfirlýsingu frá ráðherra, þannig það hlýtur að fara að bera á því. Við erum bara enn úti í straumnum að sinna fólkinu og erum að taka á móti fólki með ópíóðafíkn hér alla daga á Vogi og reyna að sinna þeim,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi í viðtali við Stöð 2. Hátt í þrjú hundruð í meðferð Hún fagnar ákvörðun um fjárveitingu og vonast til að heyra frá ráðuneytinu sem fyrst - enda veiti Vogi ekki af auknum fjármunum í sinni starfsemi. „Nei, það er enn sami samningur eins og frá árinu 2014 fyrir níutíu manns, en núna um þessar mundir eru 270 í meðferðinni.“ Vegna fjárskorts segir hún að loka þurfi göngudeildum yfir sumartímann. „Við höldum alltaf öllu úti hér á sumrin á Vogi, en þetta árið þurfum við því miður að loka í meðferðinni sem er uppi á Vík í fjórar vikur og á göngudeildunum okkar á sumarleyfistímum. Við höfum ekki ráð á að hafa afleysingu þetta árið því miður.“ Útséð með sumarið Ef þið hefðuð fengið fjárveitingu fyrr, hefðuð þið þá getað haft opið? „Já við hefðum getað gert það, eins og í fyrra þá gátum við gert það en það er ekki möguleiki núna. Við getum áætlun áður en árið byrjar þannig það er útséð með þetta sumar allavegana.“ Þannig þú bíður bara eftir kalli frá ráðuneytinu? „Já það hlýtur að koma mjög fljótt. Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Fyrir rúmum mánuði kynnti heilbrigðisráðherra á ríkisstjórnarfundi hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafaraldurs. Þann 9. maí sagði heilbrigðisráðherra í viðtali við Heimildina að ríkisstjórnin hefði samþykkt að hækka upphæðina og verja 225 milljónum í málaflokkinn. Í dag, rúmum tveimur vikum seinna hefur yfirlæknir á Vogi ekkert heyrt frá ráðuneytinu. „Nei ekki eftir þessa yfirlýsingu frá ráðherra, þannig það hlýtur að fara að bera á því. Við erum bara enn úti í straumnum að sinna fólkinu og erum að taka á móti fólki með ópíóðafíkn hér alla daga á Vogi og reyna að sinna þeim,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi í viðtali við Stöð 2. Hátt í þrjú hundruð í meðferð Hún fagnar ákvörðun um fjárveitingu og vonast til að heyra frá ráðuneytinu sem fyrst - enda veiti Vogi ekki af auknum fjármunum í sinni starfsemi. „Nei, það er enn sami samningur eins og frá árinu 2014 fyrir níutíu manns, en núna um þessar mundir eru 270 í meðferðinni.“ Vegna fjárskorts segir hún að loka þurfi göngudeildum yfir sumartímann. „Við höldum alltaf öllu úti hér á sumrin á Vogi, en þetta árið þurfum við því miður að loka í meðferðinni sem er uppi á Vík í fjórar vikur og á göngudeildunum okkar á sumarleyfistímum. Við höfum ekki ráð á að hafa afleysingu þetta árið því miður.“ Útséð með sumarið Ef þið hefðuð fengið fjárveitingu fyrr, hefðuð þið þá getað haft opið? „Já við hefðum getað gert það, eins og í fyrra þá gátum við gert það en það er ekki möguleiki núna. Við getum áætlun áður en árið byrjar þannig það er útséð með þetta sumar allavegana.“ Þannig þú bíður bara eftir kalli frá ráðuneytinu? „Já það hlýtur að koma mjög fljótt.
Heilbrigðismál Fíkn SÁÁ Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira