Lífið

Diljá á lausu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Diljá átti kröftugan performans á sviðinu í Liverpool.
Diljá átti kröftugan performans á sviðinu í Liverpool. EBU

Diljá Pétursdóttir, söngkona og Eurovisionfari, er orðin einhleyp. Þetta herma heimildir fréttastofu. 

Fyrrverandi kærasti Diljár heitir Daníel Óskar Jóhannesson og hefur notið vinsælda sem rappari í hljómsveitinni Sprite Zero Klan. Hann hefur undanfarið verið annar kynna Skólahreystis á RÚV. 

Daníel komst í fréttirnar í desember þegar í ljós kom að vinir hans höfðu ekki gleymt loforði tengdu næstu Avatar mynd.

Diljá söng sig inn í hjörtu Íslendinga með laginu Power í vor og stóð sig vel á stóra sviðinu í Liverpool. Ekki náði hún að heilla Evrópu nóg til að komast í úrslitin í keppninni. Það mátti þó ekki miklu muna, í undankeppninni var hún var einu sæti frá því að komast í úrslitin.

Diljá, sem er fædd árið 2001, hefur samhliða tónlistinni stundað nám í sjúkraþjálfunarfræði. Hún bætist í hóp glæsilegra kvenna sem fara einhleypar inn í sumarið:


Tengdar fréttir

Bjóst við því að komast áfram

„Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins.

Laglegar á lausu

Íslenskar konur eru oft sagðar þær fallegustu í heimi. Við hjá Lífinu á Vísi erum sammála þeirri kenningu. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af einhleypum og glæsilegum konum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×