Kristján Jóhannsson hefur háð harða baráttu við krabbamein Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. maí 2023 09:02 Kristján segist hafa þurft að leggja sönginn á hilluna í meðferðinni, enda fagmaður sem gefur ekkert eftir þegar kemur að gæðum. Gulli Helga Kristján Jóhannsson óperusöngvari greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í september síðastliðnum. Hann hefur nú undirgengist hormóna- og lyfjameðferð og segist læknaður. Hann gat ekki sungið á meðan meðferðunum stóð en stefnir á að vera kominn í fyrra form eftir nokkrar vikur. Frá þessu greindi Kristján í viðtali í Bítinu í morgun. Kristján segist hafa fengið mikið sjokk þegar hann fékk tíðindin. „Við erum búin að gera þetta, þökk sé konunni minni elskulegu, nánast upp úr fimmtugu að fara í allar þessar rannsóknir,“ sagði Kristján og átti þar við blóðrannsóknir og krabbameinsskimanir. Árið áður hafði hann farið í ristilspeglun og blóðprufu, þar sem allt reyndist eðlilegt og svokölluð PSA-gildi, sem gefa vísbendingu um blöðruhálskirtilskrabbamein, á bilinu sjö eða átta. Í haust reyndust þau hins vegar vera komin í 20. Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Kristján segist hafa fengið góðar móttökur í heilbrigðiskerfinu og ekki hafi skemmt fyrir að læknirinn hans reyndist vera að norðan, þaðan sem Kristján er sjálfur. Hórmónameðferðin sem byrjað var á hafi hins vegar verið djöfulleg, ekki síst þar sem Kristján sé „vel giftur og þetta er búið að vera óskaplega gaman í fjörtíu ár,“ sagði hann. Þá var hann nýbúinn að missa 20 kíló. „Það fór að koma utan á mig aftur og leiði og mér fannst lífið og tilveran bara ömurleg,“ segir hann um meðferðina. „Fyrir mig er að borða og syngja og elskast það sem skiptir máli í lífinu.“ Aftur farinn að pissa „eins og stóðhestur“ Kristján hóf lyfjameðferð í janúar og hefur nú lokið henni. Á meðan henni stóð hafi hann í raun verið hálfur maður. „Þetta er mikið eitur og það þarf mikið eitur til að drepa þetta niður. Nú þetta var gert mjög skilmerkilega allt saman og ég er á alls kyns hliðarmeðölum líka, þannig að maður leggist ekki bara í rúmið,“ sagði hann. „En maður er ekkert að væla; þetta heldur manni hugsanlega á lífi og mjög líklega. Og mig langar að lifa og þá bara hlýðir þú og ert stilltur.“ Kristján segist bókstaflega hafa fundið fyrir batanum en eftir meðferðina hafi hann aftur farið að geta sofið heila nótt án þess að þurfa að fara á salernið og pissað bara um morguninn, „eins og stóðhestur“. Hann segist þó einnig hafa fundið að það muni taka lengri tíma að endurheimta fulla stjórn á röddinni; hann hafi til að mynda átt að syngja fyrir Ólaf Ragnar Grímsson áttræðan um helgina en neyðst til að segja sig frá því. „Ég myndi segja að ég sé laus við þetta, já,“ segir hann spurður að því hvort hann sé læknaður af krabbameininu. „Ég finn að þessi líffæri svara mér en það vantar þróttinn,“ segir hann um sönginn, sem krefst líkamlegrar heilsu. Kristján stefnir ótrauður á að ljúka þeim verkefnum sem hann hefur verið bókaður í en hann mun meðal annars koma fram í Frankfurt og Vín í nóvember. Heilbrigðismál Tónlist Bítið Tengdar fréttir Jóladagatal Vísis: Atriði sem lífgar pottþétt upp á jólaboðið 15.desember er runninn upp. Þessi fimmtudagsmorgun var óneitanlega í kaldari kantinum enda sannkölluð kuldatíð gengin í garð. Það þýðir þó ekki að við ætlum að láta deiga síga í Jóladagatali Vísis heldur þvert á móti. Lag dagsins er hin ódauðlega aría Nessun Dorma í stórkostlegum flutningi Kristjáns Jóhannssonar. 15. desember 2022 07:01 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Frá þessu greindi Kristján í viðtali í Bítinu í morgun. Kristján segist hafa fengið mikið sjokk þegar hann fékk tíðindin. „Við erum búin að gera þetta, þökk sé konunni minni elskulegu, nánast upp úr fimmtugu að fara í allar þessar rannsóknir,“ sagði Kristján og átti þar við blóðrannsóknir og krabbameinsskimanir. Árið áður hafði hann farið í ristilspeglun og blóðprufu, þar sem allt reyndist eðlilegt og svokölluð PSA-gildi, sem gefa vísbendingu um blöðruhálskirtilskrabbamein, á bilinu sjö eða átta. Í haust reyndust þau hins vegar vera komin í 20. Viðtalið í heild má hlusta á hér fyrir neðan. Kristján segist hafa fengið góðar móttökur í heilbrigðiskerfinu og ekki hafi skemmt fyrir að læknirinn hans reyndist vera að norðan, þaðan sem Kristján er sjálfur. Hórmónameðferðin sem byrjað var á hafi hins vegar verið djöfulleg, ekki síst þar sem Kristján sé „vel giftur og þetta er búið að vera óskaplega gaman í fjörtíu ár,“ sagði hann. Þá var hann nýbúinn að missa 20 kíló. „Það fór að koma utan á mig aftur og leiði og mér fannst lífið og tilveran bara ömurleg,“ segir hann um meðferðina. „Fyrir mig er að borða og syngja og elskast það sem skiptir máli í lífinu.“ Aftur farinn að pissa „eins og stóðhestur“ Kristján hóf lyfjameðferð í janúar og hefur nú lokið henni. Á meðan henni stóð hafi hann í raun verið hálfur maður. „Þetta er mikið eitur og það þarf mikið eitur til að drepa þetta niður. Nú þetta var gert mjög skilmerkilega allt saman og ég er á alls kyns hliðarmeðölum líka, þannig að maður leggist ekki bara í rúmið,“ sagði hann. „En maður er ekkert að væla; þetta heldur manni hugsanlega á lífi og mjög líklega. Og mig langar að lifa og þá bara hlýðir þú og ert stilltur.“ Kristján segist bókstaflega hafa fundið fyrir batanum en eftir meðferðina hafi hann aftur farið að geta sofið heila nótt án þess að þurfa að fara á salernið og pissað bara um morguninn, „eins og stóðhestur“. Hann segist þó einnig hafa fundið að það muni taka lengri tíma að endurheimta fulla stjórn á röddinni; hann hafi til að mynda átt að syngja fyrir Ólaf Ragnar Grímsson áttræðan um helgina en neyðst til að segja sig frá því. „Ég myndi segja að ég sé laus við þetta, já,“ segir hann spurður að því hvort hann sé læknaður af krabbameininu. „Ég finn að þessi líffæri svara mér en það vantar þróttinn,“ segir hann um sönginn, sem krefst líkamlegrar heilsu. Kristján stefnir ótrauður á að ljúka þeim verkefnum sem hann hefur verið bókaður í en hann mun meðal annars koma fram í Frankfurt og Vín í nóvember.
Heilbrigðismál Tónlist Bítið Tengdar fréttir Jóladagatal Vísis: Atriði sem lífgar pottþétt upp á jólaboðið 15.desember er runninn upp. Þessi fimmtudagsmorgun var óneitanlega í kaldari kantinum enda sannkölluð kuldatíð gengin í garð. Það þýðir þó ekki að við ætlum að láta deiga síga í Jóladagatali Vísis heldur þvert á móti. Lag dagsins er hin ódauðlega aría Nessun Dorma í stórkostlegum flutningi Kristjáns Jóhannssonar. 15. desember 2022 07:01 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Sjá meira
Jóladagatal Vísis: Atriði sem lífgar pottþétt upp á jólaboðið 15.desember er runninn upp. Þessi fimmtudagsmorgun var óneitanlega í kaldari kantinum enda sannkölluð kuldatíð gengin í garð. Það þýðir þó ekki að við ætlum að láta deiga síga í Jóladagatali Vísis heldur þvert á móti. Lag dagsins er hin ódauðlega aría Nessun Dorma í stórkostlegum flutningi Kristjáns Jóhannssonar. 15. desember 2022 07:01