Innlent

Fylgi Samfylkingar nærri þrefaldast frá kosningum

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Fylgi Samfylkingar hefur verið á hraðri uppleið eftir að Kristrún Frostadóttir tók við stjórnartaumunum.
Fylgi Samfylkingar hefur verið á hraðri uppleið eftir að Kristrún Frostadóttir tók við stjórnartaumunum. vísir/Vilhelm

Enn eykst fylgi Samfylkingar sem mælist nú tuttugu og sjö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgið hefur nærri þrefaldast frá síðustu kosningum þegar flokkurinn hlaut 9,9 prósent atkvæða.

Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærstur en hann mælist með átta prósentustigum minna fylgi en Samfylkingin og stendur í nítján prósentum. 

Vísir

Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki verið minna og mælist nú tæplega 35 prósent. Samkvæmt könnuninni dregst fylgi Vinstri Grænna saman um tvö prósentustig og mælist sex prósent. Fylgi Framsóknar stendur í stað í tíu prósentum. 

Fylgi annarra stjórnarandstöðuflokka en Samfylkingar hreyfist ekki mikið. Píratar mælast með ellefu prósent, Viðreisn dalar aðeins og mælist með níu prósent. Fylgi Flokks fólksins eykst lítillega og mælist tæp sex prósent og Miðflokkur er einnig með um sex prósent.

Könnunin fór fram dagana 4. til 16. maí og 1.726 svarendur tóku afstöðu til flokks.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×