Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ræðum við formann BSRB, þá sem brúa bilið fyrir foreldra og formann Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Flestir greiningaraðilar reikna með enn einni stýrivaxtahækkuninni í vikunni. Hagfræðingur ASÍ kemur til okkar í settið en samkvæmt nýrri hagspá sambandsins er farið að þrengja nokkuð að heimilum landsins og áform um íbúðauppbyggingu gætu verið í uppnámi.
Þá sjáum við glænýja könnun á fylgi flokkanna, hittum Mugga sem er hættur sem hafnarstjóri á Ísafirði og spilar nú öllum stundum á básúnu og verðum í beinni frá spennandi Íslandsmeistaramóti í skák.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.