Hafa fengið heimild til að flytja inn gjafasæði til Íslands Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. maí 2023 16:48 Nú þegar leyfi hefur fengist frá Landlæknisembættinu í Noregi má hver norskur gjafi gefa sæði til sex fjölskyldna í Svíþjóð og tveggja á Íslandi. Getty Landlæknisembættið í Noregi hefur gefið Livio grænt ljós á að hefa útflutning á gjafasæði til Íslands og Svíþjóðar. Hér á landi hefur sæðisgjöf, þar sem valið er úr sæðisbanka, verið notuð frá árinu 1991, en einungis með sæði frá Danmörku. Þetta kemur fram í frétt NRK. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. Nú þegar leyfi hefur fengist frá Landlæknisembættinu í Noregi má hver norskur gjafi gefa sæði til sex fjölskyldna í Svíþjóð og tveggja á Íslandi. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ sagði Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK fyrr á árinu. Fram kom að oft yrði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi væri búinn að fullnýta „kvótann“ og á meðan væri vöntun á sæðisgjöfum á Íslandi og í Svíþjóð. Sótti Livio því um heimild til að flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Búið er að yfirfara reglugerðirnar og það er ekkert sem hindrar þennan útflutning. Við höfum rannsakað starfshætti hjá þeim heilsugæslustöðvum erlendis sem koma til með að nota gjafasæðið og við höfum gengið úr skugga um að þetta stangist ekki á við norsk lög,“ segir Anne Forus, fulltrúi landlæknisembættisins í Noregi. Gagnrýnisraddir á fyrirkomulagið DUIN í Noregi - samtök fólks sem getið er með gjafasæði hafa lýst yfir áhyggjum sínum af þessum útflutningi. Í samtali við NRK bendir Raymond Egge Kristiansen, einn af stjórnarmeðlimum samtakanna á að núverandi reglugerð sé til þess fallin að veita fólki sem getið er með gjafasæði möguleika á því að rekja uppruna sinn, og einnig að takmarka fjölda systkina. „Með því að flytja sæði til útlanda höfum við ekki lengur þá stjórn og systkinahópurinn getur orðið óeðlilega stór.“ Fyrr á árinu var einnig rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi og sagði hann óttast að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ sagði Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa. Noregur Tækni Fjölskyldumál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt NRK. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. Nú þegar leyfi hefur fengist frá Landlæknisembættinu í Noregi má hver norskur gjafi gefa sæði til sex fjölskyldna í Svíþjóð og tveggja á Íslandi. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ sagði Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK fyrr á árinu. Fram kom að oft yrði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi væri búinn að fullnýta „kvótann“ og á meðan væri vöntun á sæðisgjöfum á Íslandi og í Svíþjóð. Sótti Livio því um heimild til að flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Búið er að yfirfara reglugerðirnar og það er ekkert sem hindrar þennan útflutning. Við höfum rannsakað starfshætti hjá þeim heilsugæslustöðvum erlendis sem koma til með að nota gjafasæðið og við höfum gengið úr skugga um að þetta stangist ekki á við norsk lög,“ segir Anne Forus, fulltrúi landlæknisembættisins í Noregi. Gagnrýnisraddir á fyrirkomulagið DUIN í Noregi - samtök fólks sem getið er með gjafasæði hafa lýst yfir áhyggjum sínum af þessum útflutningi. Í samtali við NRK bendir Raymond Egge Kristiansen, einn af stjórnarmeðlimum samtakanna á að núverandi reglugerð sé til þess fallin að veita fólki sem getið er með gjafasæði möguleika á því að rekja uppruna sinn, og einnig að takmarka fjölda systkina. „Með því að flytja sæði til útlanda höfum við ekki lengur þá stjórn og systkinahópurinn getur orðið óeðlilega stór.“ Fyrr á árinu var einnig rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi og sagði hann óttast að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ sagði Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa.
Noregur Tækni Fjölskyldumál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira