Alfreð sá rautt í tapi Lyngby Smári Jökull Jónsson skrifar 21. maí 2023 13:59 Alfreð Finnbogason ver hér boltann á marklínunni í leik Lyngby og Odense í dag. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason fékk rautt spjald í fyrri hálfleik þegar lið hans Lyngby tapaði 4-0 á heimavelli gegn Odense í dönsku deildinni í dag. Fallbaráttan í Danmörku er enn æsispennandi. Fyrir leikinn í dag átti Lyngby möguleika á að lyfta sér úr fallsæti með sigri en liðið var í neðsta sæti deildarinnar með 25 stig en lið Horsens og Álaborgar í sætunum fyrir ofan með 27 stig. Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Finnsson voru báðir í byrjunarliði Freys Alexanderssonar þjálfara Lyngby en Sævar Atli Magnússon var í leikbanni eftir gult spjald sem hann fékk fyrir leikaraskap í síðustu umferð. Lyngby áfrýjaði leikbanninu en varð ekki ágengt. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega í Lyngby. Strax í upphafi var dæmd vítaspyrna á Odense og leikmaður Tobias Slotsager rekinn af velli. Atvikið var hins vegar skoðað í VAR og kom þá í ljós að leikmaður Lyngby hafði verið rangstæður og bæði vítið og rauða spjaldið dregið til baka. Næst dró til tíðinda á 17. mínútu. Odense átti þá marktilraun sem Alfreð Finnbogason varði með höndinni á marklínunni. Alfreð fékk rautt spjald og Mads Frokjær-Jensen skoraði úr vítaspyrnunni fyrir Odense. Lyngby komið undir 1-0, einum leikmanni færri og útlitið orðið nokkuð svart. Dómarinn sýnir Alfreð rauða spjaldið.Vísir/Getty Útlitið batnaði heldur ekki mikið það sem eftir lifði leiks. Yankuba Minteh bætti öðru marki við fyrir Odense á 37. mínútu og Jeppe Tverskov því þriðja í upphafi síðari hálfleiks. Charly Horneman bætti fjórða markinu við undir lokin og stórsigur gestanna staðreynd. Lokatölur 4-0 en Lyngby á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Tvær umferðir eru eftir og á liðið eftir að mæta bæði Horsens og Álaborg í síðustu leikjum deildarinnar en tvö af þessum þremur liðum munu falla. Elías Rafn Ólafsson sat allan leikinn á bekknum hjá FC Mitjylland sem vann 2-0 útisigur á Álaborg í dag. Midjylland er í efsta sæti neðri hlutans og í góðri stöðu að tryggja sér sæti í umspili um Evrópusæti. Danski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira
Fyrir leikinn í dag átti Lyngby möguleika á að lyfta sér úr fallsæti með sigri en liðið var í neðsta sæti deildarinnar með 25 stig en lið Horsens og Álaborgar í sætunum fyrir ofan með 27 stig. Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Finnsson voru báðir í byrjunarliði Freys Alexanderssonar þjálfara Lyngby en Sævar Atli Magnússon var í leikbanni eftir gult spjald sem hann fékk fyrir leikaraskap í síðustu umferð. Lyngby áfrýjaði leikbanninu en varð ekki ágengt. Leikurinn byrjaði heldur betur fjörlega í Lyngby. Strax í upphafi var dæmd vítaspyrna á Odense og leikmaður Tobias Slotsager rekinn af velli. Atvikið var hins vegar skoðað í VAR og kom þá í ljós að leikmaður Lyngby hafði verið rangstæður og bæði vítið og rauða spjaldið dregið til baka. Næst dró til tíðinda á 17. mínútu. Odense átti þá marktilraun sem Alfreð Finnbogason varði með höndinni á marklínunni. Alfreð fékk rautt spjald og Mads Frokjær-Jensen skoraði úr vítaspyrnunni fyrir Odense. Lyngby komið undir 1-0, einum leikmanni færri og útlitið orðið nokkuð svart. Dómarinn sýnir Alfreð rauða spjaldið.Vísir/Getty Útlitið batnaði heldur ekki mikið það sem eftir lifði leiks. Yankuba Minteh bætti öðru marki við fyrir Odense á 37. mínútu og Jeppe Tverskov því þriðja í upphafi síðari hálfleiks. Charly Horneman bætti fjórða markinu við undir lokin og stórsigur gestanna staðreynd. Lokatölur 4-0 en Lyngby á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Tvær umferðir eru eftir og á liðið eftir að mæta bæði Horsens og Álaborg í síðustu leikjum deildarinnar en tvö af þessum þremur liðum munu falla. Elías Rafn Ólafsson sat allan leikinn á bekknum hjá FC Mitjylland sem vann 2-0 útisigur á Álaborg í dag. Midjylland er í efsta sæti neðri hlutans og í góðri stöðu að tryggja sér sæti í umspili um Evrópusæti.
Danski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Sjá meira