Innlent

Fast­eign­a­mark­að­ur­inn, hval­ir og leið­tog­a­fund­ur­inn á Spreng­i­sand­i

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Þau Alexandra Briem borgarfulltrúi og Vilhjálmur Árnason alþingismaður ætla fyrst að rökræða áform Reykjavíkurborgar um byggð í Skerjafirði sem Vilhjálmur segir bæði brot á samkomulagi ríkis og borgar og ógna flugöryggi.

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfisráðherra og Ágúst Bjarni Garðarsson, alþingismaður ætla að leggja orð í belg um fasteignamarkaðinn sem verið hefur til umræðu undanfarna þætti.

Teitur Björn Einarsson alþingismaður og Árni Finnsson formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands skiptast á skoðunum um hvalveiðar í kjölfar nýrrar skýrslu MAST. Er nauðsynlegt að skjóta þá var spurt og sú spurning lifir greinilega góðu lífi.

Í lok þáttar ræða þau Logi Einarsson og Bryndís Haraldsdóttir um leiðtogafund Evrópuráðsins og áhrif þeirrar samkomu á heimsmálin auk þess að tæpa á innlendri pólitík að einhverju marki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×