„Versta niðurstaða sem hægt er að hugsa sér“ Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 20. maí 2023 21:04 Þórarinn Eyfjörð er varaformaður BSRB segir að verkfallsaðgerðir séu versta niðurstaða sem hægt sé að hugsa sér í samningaviðræðum. Vísir/Ívar Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. Verkföll félagsmanna BSRB hafa staðið yfir í fjórum sveitarfélögum frá því á mánudag, og náð til grunn- og leikskóla og hafna. Næstkomandi mánudag munu sex sveitarfélög bætast við inn í þá lotu. Í gær voru samþykktar verkfallsaðgerðir félagsmanna í alls 28 sveitarfélögum víðs vegar um landið og í dag varð Garðabær 29. sveitarfélagið. Þetta eru aðgerðir sem hefjast 5. júní og munu koma til með að hafa áhrif á starfsemi áhaldahúsa til 17. júní, starfsemi leikskóla og bæjarskrifstofa til 5. júlí og starfsemi sundlauga ótímabundið. Í einhverjum tilfellum gæti jafnvel komið til lokana. Varaformaður BSRB segir að um sjö þúsund manna hópur sé undir í verkföllunum. Fólk muni finna fyrir auknum verkfallsaðgerðum eftir því sem á líður. „Okkur er þetta ekki ljúft“ „Þó svo að sá hópur sem fer í verkfall, hann er svona smærri á ákveðnum stöðum, en þetta fer núna stigvaxandi. Okkur er þetta ekki ljúft. Okkur er ekki kært að þurfa að fara í aðgerðir sem þessar. Þetta er versta niðurstaða í samningaviðræðum sem hægt er að hugsa sér; að þurfa að fara í verkfall,“ segir Þórarinn Eyfjörð varaformaður BSRB. Hins vegar þurfi að leiðrétta misrétti sem forysta BSRB telur að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sýnt félagsmönnum. „Þetta er sanngirniskrafa, þar sem við erum bara að fara fram á að okkar félagsfólk njóti sömu réttinda og sama jafnræðis við félagsfólk í öðrum félögum - og fái sömu laun fyrir sömu störf. Því þetta er algerlega óþolandi staða, að fólk sem er búið jafnvel að vinna í sams konar eða sama starfi árum saman, hlið við hlið á sömu launum, á góðum vinnustað, sé allt í einu komin með sitt hvor launin. Og okkar félagsmenn og félagsfólk sjái lægri laun.“ Þórarinn segir að samtöl við Samband íslenskra sveitarfélaga hafi verið einkar rýr. Þau hafi alls ekki verið á þeim nótum að hægt sé að ná sátt í samningaviðræðum. Hann er hins vegar bjartsýnn á að aðgerðirnar skili tilætluðum árangri. „Ég ætla að vera bjartsýnn, það er hluti af starfinu – eða hluti af baráttunni. Það þarf að trúa því að við getum náð árangri og við getum náð lendingu sem fólkið okkar getur sætt sig við,“ segir Þórarinn að lokum. Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Garðabær Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Verkföll félagsmanna BSRB hafa staðið yfir í fjórum sveitarfélögum frá því á mánudag, og náð til grunn- og leikskóla og hafna. Næstkomandi mánudag munu sex sveitarfélög bætast við inn í þá lotu. Í gær voru samþykktar verkfallsaðgerðir félagsmanna í alls 28 sveitarfélögum víðs vegar um landið og í dag varð Garðabær 29. sveitarfélagið. Þetta eru aðgerðir sem hefjast 5. júní og munu koma til með að hafa áhrif á starfsemi áhaldahúsa til 17. júní, starfsemi leikskóla og bæjarskrifstofa til 5. júlí og starfsemi sundlauga ótímabundið. Í einhverjum tilfellum gæti jafnvel komið til lokana. Varaformaður BSRB segir að um sjö þúsund manna hópur sé undir í verkföllunum. Fólk muni finna fyrir auknum verkfallsaðgerðum eftir því sem á líður. „Okkur er þetta ekki ljúft“ „Þó svo að sá hópur sem fer í verkfall, hann er svona smærri á ákveðnum stöðum, en þetta fer núna stigvaxandi. Okkur er þetta ekki ljúft. Okkur er ekki kært að þurfa að fara í aðgerðir sem þessar. Þetta er versta niðurstaða í samningaviðræðum sem hægt er að hugsa sér; að þurfa að fara í verkfall,“ segir Þórarinn Eyfjörð varaformaður BSRB. Hins vegar þurfi að leiðrétta misrétti sem forysta BSRB telur að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi sýnt félagsmönnum. „Þetta er sanngirniskrafa, þar sem við erum bara að fara fram á að okkar félagsfólk njóti sömu réttinda og sama jafnræðis við félagsfólk í öðrum félögum - og fái sömu laun fyrir sömu störf. Því þetta er algerlega óþolandi staða, að fólk sem er búið jafnvel að vinna í sams konar eða sama starfi árum saman, hlið við hlið á sömu launum, á góðum vinnustað, sé allt í einu komin með sitt hvor launin. Og okkar félagsmenn og félagsfólk sjái lægri laun.“ Þórarinn segir að samtöl við Samband íslenskra sveitarfélaga hafi verið einkar rýr. Þau hafi alls ekki verið á þeim nótum að hægt sé að ná sátt í samningaviðræðum. Hann er hins vegar bjartsýnn á að aðgerðirnar skili tilætluðum árangri. „Ég ætla að vera bjartsýnn, það er hluti af starfinu – eða hluti af baráttunni. Það þarf að trúa því að við getum náð árangri og við getum náð lendingu sem fólkið okkar getur sætt sig við,“ segir Þórarinn að lokum.
Stéttarfélög Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Garðabær Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira