„Skelfileg upplifun“ farþega eftir 38 klukkutíma seinkun Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. maí 2023 22:32 Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar atvikið. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Farþegar sem setið hafa fastir á flugvelli í Glasgow í Skotlandi vegna tafa hjá Icelandair segja ástandið óþolandi. 170 manns áttu að fljúga með vélinni, sem bilaði, og loks þegar varahlutur barst reyndist hann ónothæfur. Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu en vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 14 í gær, fimmtudag. Enn sitja farþegarnir fastir, tugum klukkutíma síðar. „Þetta er búið að vera ansi krefjandi, óþolandi, ef eitthvað skal sagt látið. Þessir dagar hafa verið ansi langir. Icelandair vilja ekki endurgreiða þar sem fluginu hefur formlega ekki verið aflýst,“ segir Evan Cannell við Breska ríkisútvarpið. Hann og kærasta hans búa aðeins í tuttugu mínútna fjarlægð frá flugvellinum en hafa ekki getað farið heim vegna óvissunnar. Aðrir farþegar taka í sama streng og segjast vera „bugaðir“ eftir þessa „skelfilegu upplifun“. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við fréttastofu að bilun hafi valdið seinkuninni. Varahlutur hafi verið sendur af stað sem svo reyndist rangur og loks hafi verið tekin ákvörðun um að senda aðra vél sem brátt flytur farþegana til Íslands. Ráðgert er að hún fari í loftið klukkan 23:50 í kvöld. „Það er þannig að allur þessi tími sem það tók, að kalla eftir varahlutnum, koma honum af stað og svo komast að því að hann reynist rangur. Þannig að því miður þá tók þetta mun lengri tíma en við viljum. Þetta eru mannleg mistök og við biðjumst afsökunar á því við farþega. Við viljum alls ekki að töf reynist svona löng,“ segir Guðni. Icelandair Fréttir af flugi Bretland Skotland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá málinu en vélin átti upphaflega að fara í loftið klukkan 14 í gær, fimmtudag. Enn sitja farþegarnir fastir, tugum klukkutíma síðar. „Þetta er búið að vera ansi krefjandi, óþolandi, ef eitthvað skal sagt látið. Þessir dagar hafa verið ansi langir. Icelandair vilja ekki endurgreiða þar sem fluginu hefur formlega ekki verið aflýst,“ segir Evan Cannell við Breska ríkisútvarpið. Hann og kærasta hans búa aðeins í tuttugu mínútna fjarlægð frá flugvellinum en hafa ekki getað farið heim vegna óvissunnar. Aðrir farþegar taka í sama streng og segjast vera „bugaðir“ eftir þessa „skelfilegu upplifun“. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair staðfestir í samtali við fréttastofu að bilun hafi valdið seinkuninni. Varahlutur hafi verið sendur af stað sem svo reyndist rangur og loks hafi verið tekin ákvörðun um að senda aðra vél sem brátt flytur farþegana til Íslands. Ráðgert er að hún fari í loftið klukkan 23:50 í kvöld. „Það er þannig að allur þessi tími sem það tók, að kalla eftir varahlutnum, koma honum af stað og svo komast að því að hann reynist rangur. Þannig að því miður þá tók þetta mun lengri tíma en við viljum. Þetta eru mannleg mistök og við biðjumst afsökunar á því við farþega. Við viljum alls ekki að töf reynist svona löng,“ segir Guðni.
Icelandair Fréttir af flugi Bretland Skotland Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Fleiri fréttir Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Sjá meira