Innlent

Kvikindis­leg gjöf Höllu Hrundar til utan­ríkis­ráð­herra Argentínu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Fundurinn gekk vel að því fram kemur í tilkynningu.
Fundurinn gekk vel að því fram kemur í tilkynningu. Aðsend

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri hitti í dag Santiago Cafiero utanríkisráðherra Argentínu til að ræða loftslagsmál og orkuskipti. Halla Hrund kvaddi utanríkisráðherrann með gjöf, sem var mynd af víðfrægri markvörslu Hannesar Þórs Halldórssonar á víti Lionel Messi.

Argentínskir stjórnmálamenn staðfestu að allt hefði orðið vitlaust þar í landi vegna markvörslunnar og sögðu hana sannarlega hafa komið Íslandi á kortið. Hannes Þór sjálfur hafði áritað myndina með kveðju frá Íslandi.

Santiago Cafiero utanríkisráðherra Argentínu og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri ræddu málin.Aðsend

Þrátt fyrir grínið fór vel á með argentínsku stjórnmálamönnunum og þeim íslensku. Í tilkynningu segir að Cafiero hafi óskað eftir því að Argentína tæki virkari þátt á sviði Norðurslóða. 

„Ósk hans um frekari samvinnu rímaði við erindi bréfs frá Arctic Circle sem Halla færði ráðherra en Argentína hefur verið leiðandi í samvinnu um málefni Suðurpólsins. Miklar umbreytingar væru fram undan í orkumálum til að stemma stigu við loftslagsbreytingum en áhrif þeirra sjást best á hraðri bráðnun pólanna. Þá undirrituðu Halla og Cecilia Nicolini, loftslagsráðherra Argentínu, viljayfirlýsingu um samvinnu þegar kemur að orkuskiptum og jarðhita en mikil uppbyggingaráform eru í Argentínu um frekari uppbyggingu í við endurnýjanlega orku Íslendingar hafa forystu í,“ segir enn fremur.

Halla og Cecilia Nicolini loftslagsráðherra Argentínu undirrituðu viljayfirlýsingu.Aðsend


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×