Farþegi á hælum hrundi niður stiga og rotaðist Árni Sæberg skrifar 16. maí 2023 08:00 Amelía Rose er gert út af Sea Trips. Sea trips Í janúar síðastliðnum féll farþegi niður stiga um borð í skemmtiskipinu Amelíu Rose og missti meðvitund eftir höfuðhögg. Meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa er að farþeginn hafi verið í háhæluðum skóm og snúið baki í stigann þegar hann gekk niður hann. Í skýrslunni segir að Amelía Rose hafi verið í norðurljósasiglingu á Faxaflóa þegar slysið var. Vindhraði hafi verið aðeins þrír metrar á sekúndu og sjór sléttur. Farþegi sem var á útsýnissvæði ofan á stýrishúsi skipsins hafi fallið niður stiga, fengið höfuðhögg og misst meðvitund. Við rannsókn slyssins hafi komið í ljós að á stiganum, sem er ansi brattur líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd, séu handrið beggja vegna og þrepin stöm. Skipstjóri hafi upplýst að leiðsögumenn kynni farþegum hvernig eigi að ganga niður stiga í skipinu, það er að þeir eigi að hafa stigann í augnsýn. Konan hafi hins vegar snúið baki í stigann á niðurleið og hafi þar að auki verið í háhæluðum skóm. Stiginn er brattur.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá hafi ekki tekist að hafa upp á vitnum þar sem allir farþegar voru farnir úr landi þegar þeirra var leitað en eftir slysið hafi það verið nefnt við skipverja að farþeginn hafi verið að snúa sér í efsta þrepinu og þá dottið. Farþeginn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á neyðarmóttöku um leið og skipið kom til hafnar. Í lok skýrslu segir að málið hafi verið skráð og gefi ekki tilefni til sérstakrar rannsóknar. Þó segir einnig að tilgangur skýrslunnar sé ekki að skipta sök eða ábyrgð og henni skuli ekki beitt sem sönnunargagni í dómsmáli. Skýrsluna má lesa í tengdum skjölum hér að neðan: Tengd skjöl 23-001-s-001-amelia-rose-akPDF90KBSækja skjal Samgönguslys Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira
Í skýrslunni segir að Amelía Rose hafi verið í norðurljósasiglingu á Faxaflóa þegar slysið var. Vindhraði hafi verið aðeins þrír metrar á sekúndu og sjór sléttur. Farþegi sem var á útsýnissvæði ofan á stýrishúsi skipsins hafi fallið niður stiga, fengið höfuðhögg og misst meðvitund. Við rannsókn slyssins hafi komið í ljós að á stiganum, sem er ansi brattur líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd, séu handrið beggja vegna og þrepin stöm. Skipstjóri hafi upplýst að leiðsögumenn kynni farþegum hvernig eigi að ganga niður stiga í skipinu, það er að þeir eigi að hafa stigann í augnsýn. Konan hafi hins vegar snúið baki í stigann á niðurleið og hafi þar að auki verið í háhæluðum skóm. Stiginn er brattur.Rannsóknarnefnd samgönguslysa Þá hafi ekki tekist að hafa upp á vitnum þar sem allir farþegar voru farnir úr landi þegar þeirra var leitað en eftir slysið hafi það verið nefnt við skipverja að farþeginn hafi verið að snúa sér í efsta þrepinu og þá dottið. Farþeginn hafi verið fluttur með sjúkrabíl á neyðarmóttöku um leið og skipið kom til hafnar. Í lok skýrslu segir að málið hafi verið skráð og gefi ekki tilefni til sérstakrar rannsóknar. Þó segir einnig að tilgangur skýrslunnar sé ekki að skipta sök eða ábyrgð og henni skuli ekki beitt sem sönnunargagni í dómsmáli. Skýrsluna má lesa í tengdum skjölum hér að neðan: Tengd skjöl 23-001-s-001-amelia-rose-akPDF90KBSækja skjal
Samgönguslys Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Sjá meira