Myndskeið varpar ljósi á góðmennsku Jóns Daða Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2023 08:01 Jón Daði Böðvarsson, sóknarmaður Bolton Wanderers á Englandi Vísir/Getty Íslenska atvinnu- og landsliðsmanninum Jóni Daða Böðvarssyni er hrósað í hástert á samfélagsmiðlinum Twitter eftir að myndband af honum, að gefa sér tíma til þess að sinna ungum stuðningsmanni Bolton Wanderers, skaut upp kollinum á miðlinum. Jón Daði hefur ekki náð að spila eins mikið og hann vildi með Bolton Wanderers á yfirstandandi tímabili vegna meiðsla en hann var mættur á heimavöll félagsins um nýliðna helgi til þess að styðja við bakið á liðsfélögum sínum. Bolton tryggði sér sæti í umspili ensku C-deildarinnar um laust sæti í næst efstu deild á næsta tímabili og háir liðið þar nú baráttu gegn Barnsley í undanúrslitum. Fyrri leikur liðanna fór fram um nýliðna helgi í tengslum við hann birtist myndband á samfélagsmiðlinum Twitter, myndband sem sýnir hvaða mann Jón Daði hefur að geyma. Í umræddu myndbandi má sjá Jón Daða gefa sér tíma til þess að sparka bolta á milli með ungum stuðningsmanni Bolton Wanderers fyrir utan heimavöll félagsins og er leikmanninum hrósað fyrir þetta framtak sitt. Bolton player Jon Dadi Bodvarsson stopped to have a kick about with a young fan outside the ground yesterday.A moment like this takes a player less than 5 minutes, but it gives that young fan memories that will last forever.Class! #BWFC pic.twitter.com/x6jONXLcYa— Football Away Days (@FBAwayDays) May 14, 2023 „Svona stund tekur aðeins 5 mínútur af tíma leikmannsins en þessi ungi stuðningsmaður mun muna eftir þessari henni það sem eftir lifir ævi hans,“ er skrifað í færslu sem fylgir myndbandinu á Twitter en faðir hins átta ára Charlie Haslam birti það upphaflega. Jón Daði gekk til liðs við Bolton frá Millwall í janúar árið 2020 og vann hann sig inn í hjörtu stuðningsmanna félagsins strax á fyrsta tímabili. Hann á að baki 48 leiki fyrir félagið, hefur skorað 15 mörk og gefið 4 stoðsendingar. Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Jón Daði hefur ekki náð að spila eins mikið og hann vildi með Bolton Wanderers á yfirstandandi tímabili vegna meiðsla en hann var mættur á heimavöll félagsins um nýliðna helgi til þess að styðja við bakið á liðsfélögum sínum. Bolton tryggði sér sæti í umspili ensku C-deildarinnar um laust sæti í næst efstu deild á næsta tímabili og háir liðið þar nú baráttu gegn Barnsley í undanúrslitum. Fyrri leikur liðanna fór fram um nýliðna helgi í tengslum við hann birtist myndband á samfélagsmiðlinum Twitter, myndband sem sýnir hvaða mann Jón Daði hefur að geyma. Í umræddu myndbandi má sjá Jón Daða gefa sér tíma til þess að sparka bolta á milli með ungum stuðningsmanni Bolton Wanderers fyrir utan heimavöll félagsins og er leikmanninum hrósað fyrir þetta framtak sitt. Bolton player Jon Dadi Bodvarsson stopped to have a kick about with a young fan outside the ground yesterday.A moment like this takes a player less than 5 minutes, but it gives that young fan memories that will last forever.Class! #BWFC pic.twitter.com/x6jONXLcYa— Football Away Days (@FBAwayDays) May 14, 2023 „Svona stund tekur aðeins 5 mínútur af tíma leikmannsins en þessi ungi stuðningsmaður mun muna eftir þessari henni það sem eftir lifir ævi hans,“ er skrifað í færslu sem fylgir myndbandinu á Twitter en faðir hins átta ára Charlie Haslam birti það upphaflega. Jón Daði gekk til liðs við Bolton frá Millwall í janúar árið 2020 og vann hann sig inn í hjörtu stuðningsmanna félagsins strax á fyrsta tímabili. Hann á að baki 48 leiki fyrir félagið, hefur skorað 15 mörk og gefið 4 stoðsendingar.
Enski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira