Lífið

Einar í Hatara verður stigakynnir Íslands

Atli Ísleifsson skrifar
Einar í Hatara.
Einar í Hatara. Stefanía Stefánsdóttir

Trommugimpið Einar úr hljómsveitinni Hatara verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Liverpool annað kvöld.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.  Einar þekkir vel til Eurovision en Hatari flutti framlag Íslands í Eurovision sem fram fór í Tel Avív í Ísrael árið 2019.

Diljá og lagið Power var ekki eitt þeirra framlaga sem komst áfram í síðara undanúrslitakvöldi keppninnar í gærkvöldi. Einar og Daði Freyr Pétursson verða því fulltrúar Íslands á úrslitakvöldinu annað kvöld, en Daði Freyr mun troða upp ásamt vel völdum Eurovision-listamönnum á meðan á kosningu stendur.

Lag Hatara, Hatrið mun sigra, hafnaði í tíunda sæti í keppninni 2019, hlaut 232 stig. 


Tengdar fréttir

Austur­ríski dúettinn ríður á vaðið og Lor­een níunda á svið

Austurríski kvendúettinn sem spyr sig hver Edgar sé verður fyrstur á svið á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer annað kvöld. Sænska söngkonan Loreen verður níunda, hinn finnski Käärijä þrettándi og breska söngkonan Mae Muller mun síðust stíga á stokk.

Diljá komst ekki áfram

Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×