Lífið

Diljá komst ekki áfram

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Diljá stóð sig eins og hetja á sviðinu í kvöld.
Diljá stóð sig eins og hetja á sviðinu í kvöld. EBU

Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld.

Þetta er ansi sárt fyrir okkur Íslendinga en er þó í takt við spár veðbanka sem töldu Diljá eiga litlar líkur á að komast áfram í úrslitin. Fyrir flutning hennar í kvöld voru taldar 22 prósent líkur á að hún kæmist áfram sem hækkaði að vísu upp í 35 prósent eftir flutninginn.

Löndin tíu sem komust áfram voru:

  • Albanía
  • Kýpur
  • Eistland
  • Belgía
  • Austurríki
  • Litáen
  • Pólland
  • Ástralía
  • Armenía
  • Slóvenía

Líkt og á þriðjudag var það aðeins símakosning sem gilti, engin dómnefnd kom að vali á ofangreindum tíu lögum. Þau sex lönd sem Evrópubúar hleyptu ekki í gegn í kvöld eru Danmörk, Rúmenía, Ísland, Grikkland, Georgía, San Marínó.

Niðurstöðurnar eru að miklu leyti í samræmi við spár veðbanka, sem voru hliðhollir níu af lögunum tíu sem komust áfram í kvöld. Þeir spáðu áfram Austurríki, Ástralíu, Armeníu, Kýpur, Slóveníu, Belgíu, Litáen, Póllandi, Georgíu og Eistlandi. Albanía sem var talin ellefta líklegust fór því áfram á kostnað Georgíu.

Ísland hefur komist áfram í úrslit í síðustu þremur keppnum en keppnin var ekki haldin 2020. Síðast þegar Ísland komst ekki áfram í úrslitin var 2018 þegar Ari Ólafsson tók þátt með laginu Our Choice.


Tengdar fréttir

Íslendingar ánægðir með flutning Diljár

Íslendingar voru yfir sig hrifnir af flutningi Diljár Pétursdóttur á Power á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsætisráðherrann, borgarstjórinn og fjöldi annarra lýstu yfir stuðningi og aðdáun sinni á Diljá á samfélagsmiðlum.

Sjáðu hvernig Diljá og keppinautum hennar gekk á rennsli

Framlögin sextán sem keppa í seinni undankeppni Eurovision í kvöld voru öll flutt á búningarennsli síðdegis í Eurovision-höllinni í gær að viðstöddum blaðamönnum. Í myndskeiðunum hér fyrir neðan má sjá búta úr vel völdum atriðum, þar á meðal íslenska atriðið, sem Helena Rakel Jóhannesdóttir, framleiðandi Eurovísis tók upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×