Álitið fjalli ekki um ákvörðun Jóns heldur heimildir þingsins Helena Rós Sturludóttir skrifar 12. maí 2023 12:53 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir álitið taka af allan vafa um að hann hafi farið á svig við lög við breytingar á umsóknum um ríkisborgararétt. Vísir/Vilhelm Einn höfunda lögfræðiálits Lagastofnunar Háskóla Íslands sem birt var á vef stjórnarráðsins í morgun segir álitið ekki beinlínis snúa að breyttu verklagi dómsmálaráðherra um afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun. Yfirlýsing ráðuneytisins um að ráðuneytið hafi farið að lögum varðandi umsóknir um ríkisborgararétt sé því of afdráttarlaus. Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að ráðuneytið hafi farið að lögum varðandi umsóknir um ríkisborgararétt og er þar vísað til lögfræðiálits Lagastofnunar Háskóla Íslands. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent í lögfræði og annar höfunda álitsgerðarinnar, segir álitið ekki snúa því hvort ákvörðun Jóns Gunnarsson um breytt verklag við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafi verið rétt eða lögmæt. „Þetta breytta verklag leiddi til þess að þingmenn í nefndinni ákváðu að beita 51. grein þingskapalaga til að fá umsagnir frá stjórnvöldum fyrr í hendur,“ segir Hafsteinn og að um það snúist álitsgerðin. „Okkar álit fjallaði um það hvort þinginu væri rétt að beita 51. grein þingskapalaga til að kalla eftir þessum umræddu umsögnum sem stjórnvöld veita umsögnum um ríkisborgararétt,“ segir Hafsteinn. Í álitinu hafi umdeildar breytingar dómsmálaráðherra á reglum um afgreiðslu umsókna ekki verið skoðaðar sérstaklega. Hins vegar sé það mat höfunda álitsins að þingmönnum sé ekki heimilt að beita 51. grein þingskaparlaga þegar óskað er eftir umsögnum stjórnvalda í tilefni af umsóknum um veitingu ríkisborgararéttar. Aðspurður hvort yfirlýsingar ráðuneytisins um að það hafi farið að lögum séu rangar vill Hafsteinn ekki ganga svo langt að segja það hins vegar sé hún kannski full breiðvirk. „Það getur verið að hún sé svolítið full breiðvirk ef svo má að orði komast. Ég hef að vísu ekki lesið fréttina sjálfur. Ég er staddur erlendis á ráðstefnu og fjarri góðu gamni,“ segir Hafsteinn og bætir við: „Álitsgerðin fjallar í sjálfu sér ekki um það hvort dómsmálaráðuneytið hafi breytt verklagi sínu með eðlilegum hætti heldur um það hvort þingið geti beitt þessari 51. grein þingskapalaga.“ Dómsmálaráðherra túlkar álitið hins vegar á þann veg að hann hafi ekki farið á svig við lög. „Við óskuðum eftir því í ráðuneytinu að Lagastofnun Háskóla Íslands færi ofan í þetta mál og það kom frá þeim í gær greinargerð um þetta eða lögskýringar. Þar er auðvitað allur vafi tekinn af um það að við höfum eitthvað verið að fara á svig við lög,“ sagði Jón Gunnarsson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. 30. mars 2023 15:29 Forsætisráðherra segir málið snúast um lagalegan ágreining Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu segir að ráðuneytið hafi farið að lögum varðandi umsóknir um ríkisborgararétt og er þar vísað til lögfræðiálits Lagastofnunar Háskóla Íslands. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent í lögfræði og annar höfunda álitsgerðarinnar, segir álitið ekki snúa því hvort ákvörðun Jóns Gunnarsson um breytt verklag við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt hjá Útlendingastofnun hafi verið rétt eða lögmæt. „Þetta breytta verklag leiddi til þess að þingmenn í nefndinni ákváðu að beita 51. grein þingskapalaga til að fá umsagnir frá stjórnvöldum fyrr í hendur,“ segir Hafsteinn og að um það snúist álitsgerðin. „Okkar álit fjallaði um það hvort þinginu væri rétt að beita 51. grein þingskapalaga til að kalla eftir þessum umræddu umsögnum sem stjórnvöld veita umsögnum um ríkisborgararétt,“ segir Hafsteinn. Í álitinu hafi umdeildar breytingar dómsmálaráðherra á reglum um afgreiðslu umsókna ekki verið skoðaðar sérstaklega. Hins vegar sé það mat höfunda álitsins að þingmönnum sé ekki heimilt að beita 51. grein þingskaparlaga þegar óskað er eftir umsögnum stjórnvalda í tilefni af umsóknum um veitingu ríkisborgararéttar. Aðspurður hvort yfirlýsingar ráðuneytisins um að það hafi farið að lögum séu rangar vill Hafsteinn ekki ganga svo langt að segja það hins vegar sé hún kannski full breiðvirk. „Það getur verið að hún sé svolítið full breiðvirk ef svo má að orði komast. Ég hef að vísu ekki lesið fréttina sjálfur. Ég er staddur erlendis á ráðstefnu og fjarri góðu gamni,“ segir Hafsteinn og bætir við: „Álitsgerðin fjallar í sjálfu sér ekki um það hvort dómsmálaráðuneytið hafi breytt verklagi sínu með eðlilegum hætti heldur um það hvort þingið geti beitt þessari 51. grein þingskapalaga.“ Dómsmálaráðherra túlkar álitið hins vegar á þann veg að hann hafi ekki farið á svig við lög. „Við óskuðum eftir því í ráðuneytinu að Lagastofnun Háskóla Íslands færi ofan í þetta mál og það kom frá þeim í gær greinargerð um þetta eða lögskýringar. Þar er auðvitað allur vafi tekinn af um það að við höfum eitthvað verið að fara á svig við lög,“ sagði Jón Gunnarsson að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. 30. mars 2023 15:29 Forsætisráðherra segir málið snúast um lagalegan ágreining Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13 Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. 30. mars 2023 15:29
Forsætisráðherra segir málið snúast um lagalegan ágreining Allar líkur eru á að vantrauststillaga fjögurra stjórnarandstöðuflokka á dómsmálaráðherra verði felld í atkvæðagreiðslu á Alþingi síðar í dag. Tillöguflytjendur segja ráðherrann hafa brotið gegn einni af grunnstoðum þingræðisins. Forsætisráðherra segir deiluna hins vegar lögfræðilega og ekki grundvöll til vantrausts. 30. mars 2023 12:13
Ráðherra njóti ekki trausts og verði að víkja: „Hér er enginn hafinn yfir lög eða reglur“ Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra sem lögðu fram vantrauststillögu á dómsmálaráðherra í dag segja ljóst að ráðherrann hafi brotið lög og að honum sé ekki treystandi. Þingflokksformaður Pírata segir að ef ekkert verði gert setji það fordæmi sem sé ekki aðeins hættulegt heldur beinlínis andstætt stjórnskipun lýðveldisins. Formaður Flokks fólksins segir engan hafinn yfir lög á Alþingi, hvað þá ráðherra. 29. mars 2023 17:42