Engin lög brotin og ekkert rætt um framtíð Jóns Kjartan Kjartansson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. mars 2023 15:29 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, í viðtali eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi 30. mars 2023. Vísir/Arnar Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir skýrt að engin lög hafi verið brotin eftir að hann stóð af sér vantrauststillögu á Alþingi í dag. Ekkert hafi verið rætt við hann um hvort að hann láti af embætti ráðherra á næstunni eins og lagt var upp með við upphaf kjörtímabilsins. Tillaga fulltrúa stjórnarandstöðunnar á Alþingi um vantraust á hendur Jóni var felld í atkvæðagreiðslu á þingi á öðrum tímanum í dag. Þrjátíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 22 með tillögunni. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og fimm voru fjarverandi. Stjórnarandstaðan sakaði dómsmálaráðherra um að brjóta gegn þingskapalögum þegar hann bannaði Útlendingastofnun að afhenda þinginu þau gögn sem það óskaði eftir í tengslum við umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Klippa: Jón Gunnarsson um vantrauststillögu Rakalaust að hann hafi gefið fyrirmæli um að halda eftir gögnum Í viðtali eftir atkvæðagreiðsluna sagði Jón alltaf alvarlegt þegar vantrauststillaga væri lögð fram og ágætt væri að hún væri nú afstaðin. „Lög hafa ekkert verið brotin. Það hefur verið farið eftir þeim í öllu. Þær fullyrðingar að ég hafi gefið einhver fyrirmæli um það að halda eftir gögnum gagnvart Alþingi eiga ekki við nein rök að styðjast enda hvarflar það ekki að okkur,“ sagði Jón. Hann hélt því fram að ekki væri um lögfræðilegan ágreining að ræða þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefði fullyrt það þegar hún greiddi atkvæði honum til stuðnings. „Menn geta svo sem túlkað það með þeim hætti en í mínum huga er þetta ekki lagalegur ágreiningur heldur er þetta spurning um vinnulag. Við treystum okkur ekki til við þær aðstæður sem upp voru komnar að vera að gefa þeim umsóknum þar sem óskað var eftir að bærust til þingsins einhvern forgang í vinnslu hjá [Útlendingastofnun] heldur látum við alla sitja þar við sama borð,“ sagði Jón. Í millitíðinni hafi þingið breytt vinnulagi sínu þannig að ferlið við veitingu ríkisborgararéttar sé orðið mun einfaldara. Tjáir sig ekki um áframhaldandi ráðherrasetu Þegar ríkisstjórn var mynduð eftir þingkosningarnar árið 2021 kom fram að Jón yrði dómsmálaráðherra í átján mánuði en þá tæki Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við af honum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki verið afdráttarlaus um hvort það væri enn ætlunin í viðtölum síðan. Spurður út í framtíð sína sagði Jón að ekkert hafi verið rætt um það við sig. „Það kemur bara í ljós hvernig þetta verður. Ég ætla bara ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Þingmenn aldrei vanhæfir Athygli vakti að Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður Jóns, greiddi atkvæði um vantrauststillöguna en hann tók sæti sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Spurður að því hvort að það hafi verið við hæfi sagði Jón að það væri hvers og eins þingmanns að meta sitt hæfi. „Við erum aldrei vanhæf í neinum málum, við metum það sjálf. Viltu ekki bara spyrja hann að því. Hann er í vinnu hjá ráðuneytinu, það er alveg rétt. Ég er það líka,“ sagði Jón. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Tillaga fulltrúa stjórnarandstöðunnar á Alþingi um vantraust á hendur Jóni var felld í atkvæðagreiðslu á þingi á öðrum tímanum í dag. Þrjátíu og fimm þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni og 22 með tillögunni. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og fimm voru fjarverandi. Stjórnarandstaðan sakaði dómsmálaráðherra um að brjóta gegn þingskapalögum þegar hann bannaði Útlendingastofnun að afhenda þinginu þau gögn sem það óskaði eftir í tengslum við umsækjendur til þingsins um ríkisborgararétt. Klippa: Jón Gunnarsson um vantrauststillögu Rakalaust að hann hafi gefið fyrirmæli um að halda eftir gögnum Í viðtali eftir atkvæðagreiðsluna sagði Jón alltaf alvarlegt þegar vantrauststillaga væri lögð fram og ágætt væri að hún væri nú afstaðin. „Lög hafa ekkert verið brotin. Það hefur verið farið eftir þeim í öllu. Þær fullyrðingar að ég hafi gefið einhver fyrirmæli um það að halda eftir gögnum gagnvart Alþingi eiga ekki við nein rök að styðjast enda hvarflar það ekki að okkur,“ sagði Jón. Hann hélt því fram að ekki væri um lögfræðilegan ágreining að ræða þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefði fullyrt það þegar hún greiddi atkvæði honum til stuðnings. „Menn geta svo sem túlkað það með þeim hætti en í mínum huga er þetta ekki lagalegur ágreiningur heldur er þetta spurning um vinnulag. Við treystum okkur ekki til við þær aðstæður sem upp voru komnar að vera að gefa þeim umsóknum þar sem óskað var eftir að bærust til þingsins einhvern forgang í vinnslu hjá [Útlendingastofnun] heldur látum við alla sitja þar við sama borð,“ sagði Jón. Í millitíðinni hafi þingið breytt vinnulagi sínu þannig að ferlið við veitingu ríkisborgararéttar sé orðið mun einfaldara. Tjáir sig ekki um áframhaldandi ráðherrasetu Þegar ríkisstjórn var mynduð eftir þingkosningarnar árið 2021 kom fram að Jón yrði dómsmálaráðherra í átján mánuði en þá tæki Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við af honum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki verið afdráttarlaus um hvort það væri enn ætlunin í viðtölum síðan. Spurður út í framtíð sína sagði Jón að ekkert hafi verið rætt um það við sig. „Það kemur bara í ljós hvernig þetta verður. Ég ætla bara ekki að tjá mig um það,“ sagði hann. Þingmenn aldrei vanhæfir Athygli vakti að Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður Jóns, greiddi atkvæði um vantrauststillöguna en hann tók sæti sem varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Spurður að því hvort að það hafi verið við hæfi sagði Jón að það væri hvers og eins þingmanns að meta sitt hæfi. „Við erum aldrei vanhæf í neinum málum, við metum það sjálf. Viltu ekki bara spyrja hann að því. Hann er í vinnu hjá ráðuneytinu, það er alveg rétt. Ég er það líka,“ sagði Jón.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira