Bjarni undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2023 19:40 Bjarni Benediktsson undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra undrast hvað ríkissjóður á fáa vini á Alþingi þegar kemur að skuldbindingum ríkisins vegna yfirvofandi gjaldþrots ÍL-sjóðsins sem fóstrar skuldbindingar Íbúðalánasjóðs gagnvart lífeyrissjóðunum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hóf sérstaka umræður á Alþingi í dag um fyrirætlan fjármálaráðherra að slíta sjóðnum með setningu laga. Með því væri verið að ganga á eignarrétt lífeyrissjóðanna og skilja lífeyrissjóðina eftir með um 150 milljarða tap. „Hugmynd fjármálaráðherra var að spara ríkissjóði þessa milljarða með því að standa ekki við skuldbindingar sínar heldur láta lífeyrissjóði taka á sig fjártjónið,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir að Bjarni ætli að láta lífeyrissjóðina sitja uppi með tapið á Íbúðalánasjóði.Vísir/Vilhlem „Og nú á að breyta þessum skuldabréfum með lögum. En vandinn er bara sá að fjármálaráðherra er þar brotlegur við stjórnarskrá. Alþingi þarf auðvitað að ræða vandlega hvernig á að leysa stöðu ÍL-sjóðs. Viðreisn mun ekki veigra sér við slíkri umræðu en lausnirnar verða að vera byggðar á sanngirni og að lágmarki að vera löglegar,“ sagði þingmaður Viðreisnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að sjálfsögðu ekki standa til að ríkissjóður stæði ekki við skuldbindingar sínar. Hann vakti athygli á skýrslu um stöðu ÍL-sjóðs sem hann lagði fyrir Alþingi í október. Þar hefði einnig komið fram lögfræðiálit sem væru önnur en þau sem þingmaður Viðreisnar vísaði til. „Mér finnst dálítið dapurlegt að hér í þessum sal skuli ríkissjóður ekki eiga fleiri vini. Ég verð að segja alveg eins og er að það slær mig undarlega þegar þingmenn standa hér upp og tala um það að hugmyndir séu brot á stjórnarskrá. Bara hugmyndin um að gera eitthvað í málinu, það er brot á stjórnarskrá sagði háttvirtur þingmaður,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra segir að ríkissjóður muni standa við ábyrgð sína á höfuðstól skuldbindinga ÍL-sjóðs.Vísir/Vilhelm Það kæmi honum hins vegar ekki á óvart þegar menn ákvæðu að taka einungis upp málstað þeirra sem hefðu hagsmuni í málinu. „Kröfuhafanna sjálfra og flytja hér inn í þingsal. Að menn hafi komist að sömu niðurstöðu og þeir sem halda á hagsmununum,“ sagði Bjarni. Ríkissjóður vildi greiða að fullu að fullu þann höfuðstól sem ábyrgðin stæði á bakvið. Bjarni benti á að verið væri að ræða mál sem ekki væri komið fram á Alþingi. Hann fagnaði hverju tækifæri til að ræða þetta mál. „En ég kalla eftir því að menn haldi aðeins aftur af sér með stórkarlalegar yfirlýsingar um hrun á lánstrausti ríkissjóðs þegar ekkert á mörkuðunum sem eru lifandi á hverjum degi gefur vísbendingar um að lánstraust ríkissjóðs hafi breyst á nokurn hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson. ÍL-sjóður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. 10. maí 2023 12:23 Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. 26. október 2022 19:20 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hóf sérstaka umræður á Alþingi í dag um fyrirætlan fjármálaráðherra að slíta sjóðnum með setningu laga. Með því væri verið að ganga á eignarrétt lífeyrissjóðanna og skilja lífeyrissjóðina eftir með um 150 milljarða tap. „Hugmynd fjármálaráðherra var að spara ríkissjóði þessa milljarða með því að standa ekki við skuldbindingar sínar heldur láta lífeyrissjóði taka á sig fjártjónið,“ sagði Þorbjörg Sigríður. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir að Bjarni ætli að láta lífeyrissjóðina sitja uppi með tapið á Íbúðalánasjóði.Vísir/Vilhlem „Og nú á að breyta þessum skuldabréfum með lögum. En vandinn er bara sá að fjármálaráðherra er þar brotlegur við stjórnarskrá. Alþingi þarf auðvitað að ræða vandlega hvernig á að leysa stöðu ÍL-sjóðs. Viðreisn mun ekki veigra sér við slíkri umræðu en lausnirnar verða að vera byggðar á sanngirni og að lágmarki að vera löglegar,“ sagði þingmaður Viðreisnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að sjálfsögðu ekki standa til að ríkissjóður stæði ekki við skuldbindingar sínar. Hann vakti athygli á skýrslu um stöðu ÍL-sjóðs sem hann lagði fyrir Alþingi í október. Þar hefði einnig komið fram lögfræðiálit sem væru önnur en þau sem þingmaður Viðreisnar vísaði til. „Mér finnst dálítið dapurlegt að hér í þessum sal skuli ríkissjóður ekki eiga fleiri vini. Ég verð að segja alveg eins og er að það slær mig undarlega þegar þingmenn standa hér upp og tala um það að hugmyndir séu brot á stjórnarskrá. Bara hugmyndin um að gera eitthvað í málinu, það er brot á stjórnarskrá sagði háttvirtur þingmaður,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra segir að ríkissjóður muni standa við ábyrgð sína á höfuðstól skuldbindinga ÍL-sjóðs.Vísir/Vilhelm Það kæmi honum hins vegar ekki á óvart þegar menn ákvæðu að taka einungis upp málstað þeirra sem hefðu hagsmuni í málinu. „Kröfuhafanna sjálfra og flytja hér inn í þingsal. Að menn hafi komist að sömu niðurstöðu og þeir sem halda á hagsmununum,“ sagði Bjarni. Ríkissjóður vildi greiða að fullu að fullu þann höfuðstól sem ábyrgðin stæði á bakvið. Bjarni benti á að verið væri að ræða mál sem ekki væri komið fram á Alþingi. Hann fagnaði hverju tækifæri til að ræða þetta mál. „En ég kalla eftir því að menn haldi aðeins aftur af sér með stórkarlalegar yfirlýsingar um hrun á lánstrausti ríkissjóðs þegar ekkert á mörkuðunum sem eru lifandi á hverjum degi gefur vísbendingar um að lánstraust ríkissjóðs hafi breyst á nokurn hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson.
ÍL-sjóður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Lífeyrissjóðir Efnahagsmál Tengdar fréttir Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. 10. maí 2023 12:23 Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. 26. október 2022 19:20 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Sjá meira
Fjármálaráðherra stefni trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu Þingmaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra stefna trausti og trúverðugleika ríkissjóðs í hættu með áformum um setningu laga til að slíta ÍL-sjóði í andstöðu við vilja lífeyrissjóða sem eiga kröfur á sjóðinn. Fjármálaráðherra segir sjóðinn í raun gjaldþrota og nauðsynlegt að verja framtíðarhagsmuni ríkissjóðs. 10. maí 2023 12:23
Kristrún og Bjarni saka hvort annað um fáfræði um efnahagsmál Fjármálaráðherra er með frumvarp í undirbúningi þannig að hægt verði að slíta ÍL sjóði á næsta ári en segist helst vilja semja við kröfuhafa þannig að ekki þurfi að leggja frumvarpið fram. Stjórnarandstöðuþingmenn saka ráðherra um að ætla að varpa skuld sjóðsins yfir á lífeyrissjóðina. 26. október 2022 19:20