Fótbolti

Dani Alves þarf að dúsa á­fram í fangelsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dani Alves þegar hann var leikmaður Barcelona.
Dani Alves þegar hann var leikmaður Barcelona. Getty

Brasilíumaðurinn Dani Alves, sem er fyrrum leikmaður Barcelona, verður áfram í fangelsi á Spáni eftir að spænskur dómstóll neitaði að hann slyppi út gegn tryggingu.

Alves dúsar því áfram innan fangelsismúranna á meðan rannsókn stendur yfir en hann hefur ásakaður um nauðgun á skemmtistað.

Dómstóllinn hafnaði samskonar beiðni frá Alves í febrúar en ástæðan er að óttast er að hann flýi land og fari heim til Brasilíu.

Alveg er sakaður um að hafa nauðgað konu á skemmtistað 30. desember síðastliðinn en hann heldur fram sakleysi sínu og segir að konan hafi samþykkt að sofa hjá honum. Alves var þá nýkominn heim frá Katar þar sem hann spilaði með brasilíska landsliðinu á HM.

Dómari tók þá ákvörðun að Alves fengi ekki að ganga laus eftir að hafa hlustað á vitnisburð Alves, fórnarlambsins og vitna.

Að þessu sinni lögðu lögfræðingar Alves fram tvö hundruð blaðsíðna skýrslu og upptökur úr öryggismyndavélum sem þeir telja sanni rangan vitnisburð fórnarlambs og vitna. Alves á það á hættu að vera dæmdur í fimmtán ára fangelsi verði hann dæmdur sekur.

Alveg hélt upp á fertugsafmælið sitt í fangelsinu á laugardaginn. Hann vann 42 titla á ferlinum þar á meðal Meistaradeildina þrisvar með Barcelona og Suðurameríkukeppnina tvisvar með Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×